Uppgjör eftir fyrsta árið mitt í Berklee

Já. Ég veit. Ég er ömurlegur bloggari... 

EN, ég ætla aðeins að bæta upp fyrir það með þessari færslu. Þetta eina ár hefur gefið mér svo miklu meira en mig óraði fyrir og ég get eiginlega ekki annað en gert á því skil, ja svona allavega minnst á það sem stendur hæst upp úr fyrir mér.

 

1. september fór ég út, alein og skíthrædd. Hrikalega spennt og hund stressuð. Á flugvellinum í Boston gaf sig á tal við mig ungur starfsmaður sem spurði hvort ég væri að koma til Bandaríkjanna í fyrsta skipti. Hissa svaraði ég játandi og spurði á móti hvernig hann vissi það. Hann sagði að "the excitment" skini úr augunum og ég áttaði mig á því að væri hárrét hjá honum, ég réði mér ekki fyrir spenning. Flugið var kl 11 um morgun og ég var eitthvað eftir hádegi í Boston. Við tók bilaður hiti, 30°C og loftið rosalega rakt. Ég tók leigubíl á heimavistina, losaði mig við draslið og rölti svo um allt til að leita af þeim stöðum sem þurfti að finna. Það tók aldeilis sinn tíma. Strax þetta kvöld hitti ég svo nokkra krakka og viti menn, þetta eru allt mínir nánustu vinir í dag, guð hvað ég er þakklát fyrir þau og get ekki beðið eftir að sjá dúllurnar mínar aftur eftir nokkra daga. 1236730_10151896142539282_454678489_n

 

Fyrstu dagarnir eru allir í smá móðu, maður var bara á einu hamingjuskýji, kynntist fleiri hundrað manns þótt fá nöfn hafi orðið eftir í hausnum haha.. Það var hvert partýið á fætur öðru og maður hafði ekki í við að finna sér nýtt dress fyrir það næsta, voðalegt fyrstu veraldar vandamál ;)

IMAG1519 

Skólinn reyndist auðveldari en ég hafði gert ráð fyrir, vissulega var erfitt að aðlagast enska tónlistarorðaforðanum en það kom hratt. Ég var einstaklega heppin með kennara og hélt í þá sem ég gat fyrir vorönnina.

Við bjuggum í frekar litlu of sjoppulegu herbergi fyrstu önnina og trúið mér, að vera 3 unglingsstelpur saman í svona litlu rými getur reynst ótrúlega challenging! Það komu reglulega upp erfiðleikar annað slagið en við tækluðum það allt eins vel og við gátum. Vissulega hefðum við mátt fara betur að því en við erum enn allar mjög nánar vinkonur og horfum bara til baka með góðar minningar þaðan.  

 Ég var afskaplega löt við líkamsræktina í lok sumars og til að byrja með úti í Boston en eftir mánuð fann ég loks rækt sem ég vildi æfa í. Þangað fór ég nokkrum sinnum í viku og út að hlaupa þess á milli, það þýddi nú ekki að vera í lélegu formi þegar maður þurfti að vera syngjandi hægri vinstri. Enda fann ég strax hversu miklu betur mér leið þegar ég fór loks að hreyfa á mér rassinn ;)

Það var gott veður langt fram á haust og yndislegt að fá að njóta þess með gamla settinu sem kom í heimsókn um miðjan október. Sú heimsókn var mjög vel þegin þar sem að heimþráin gerði aðeins vart við sig, enda hafði ég ekki verið lengur en eina viku í burtu frá þeim áður!

IMAG1631 

Það var ótrúlegt að upplifa Hrekkjavöku,Thanksgiving, Black Friday og fleiri amerískar hefðir úti enda eitthvað sem maður hafði bara séð í bíómyndum áður.

1455893_648160205224896_1934201053_n 

Svo komu loks jólin með tilheyrandi skrauti og lögum, yndislegur tími sem ég hlakka endalaust mikið til að upplifa aftur núna í vetur :) 

 

VORÖNN 2014

 Ég hafði blendnar tilfinningar yfir því að fara út aftur eftir stutt jólafrí enda fannst mér erfitt að vera í burtu frá Íslandinu mínu, ég er ægilega heimakær stundum. En um LEIÐ og ég settist upp í leigubílinn og keyrði af stað í átt að skólanum fékk ég tár í augun yfir því hvað ég var glöð að vera komin aftur!

Önnin byrjaði með trompi strax fyrsta daginn og ég sá strax að þarna myndi ég ekki komast upp með neitt slugs. Ég gaf mig alla í heimanámið strax frá fyrsta degi og það borgaði sig svo sannarlega. En guð minn góður það var erfitt! Ég gerði lítið annað á daginn en að læra og ef ekki það þá var ég að semja eða æfa mig. Það voru forréttindi sem ég "leyfði mér" annað slagði. Eins og svo oft áður þá vann ég mjög vel undir pressu, æfði mig meira á píanó en nokkurntima áður og samdi heilan helling af lögum sem kemur sér einstaklega vel núna þegar ég er í tónleikastússi. 

Þrátt fyrir alla heimavinnuna og ritgerðirnar 6 átti ég æðislega önn, vægast sagt! Ég fékk óvænta afmælisveislu, kynntist enn fleira fólki, fór á stefnumót, heimsótti Kanada og stofnaði mína fyrstu hljómsveit.

Þrennan mín kom í heimsókn strax í janúar og ég átti með þeim alveg yndislega daga! Það er svo gott að hafa smá piece of home hjá sér þarna úti!

IMAG2197 

Kanada var algjör snilld í vorfríinu, stórkostleg náttúrufegurð og ég fékk að sjá Niagra Falls í frostinu, algjörega mögnuð sjón!

IMG_0758 

Mér fannst fyrsta önnin æðisleg en eftir jól fann ég mig virkilega! Ég stóð sterkari félagslega, miklu öruggari með mig sjálfa og áttaði mig loks á því að ég var þarna á mínum eigin forsendum og þurfti ekki að spá hversu góðir aðrir væru, ég er alveg jafn góð og ef ekki betri! Það er gott þegar maður getur verið ánægður í sínu eigin skinni :)

 

 Já... Þetta ár hefur verið ÓTRÚLEGT. Ég get hreinlega ekki beðið eftir að komast aftur út og læra meira, kynnast fleira fólki og upplifa allt það sem bíður mín!

 

Þeir sem hafa áhuga á mega svo endilega kíkja við á styrktarsíðunni minni www.gofundme.com/icelandersdream þar sem fólk getur styrkt mig að eigin vild :)

 

Takk fyrir og fylgist svo með, það koma fleiri blogg í september :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

The Big City Life!

Höfundur

Inga María Hjartardóttir
Inga María Hjartardóttir

Tvítug Skagastelpa búsett í Boston

http://www.gofundme.com/icelandersdream

Instagram

 

https://www.facebook.com/pages/JINKS/1589805677910069?ref=hl

https://www.facebook.com/ingamariamusic

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 10958948 10204508160438789 1484180612164671503 n
  • 10292452 10205212350724180 4114475717200765479 n
  • 10262108 10205254374814756 5443135461524799509 n
  • 10920901 10205254376534799 5476972113740283482 n
  • 10410312 10205254381334919 2096869922838297616 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband