JINKS, brjálaðir ofnar & Seattle ferð

Góðan fallegan laugardag!

Klukkan er 10 og ég er búin að vera vakandi síðan 8:30 á þessum fínasta laugardagsmorgni. Ég er bara með lélegar gardínur fyrir öllum 5 gluggunum sem eru í herberginu mínu svo það verður mjög bjart hérna á morgnanna, auðveldara að vakna þó, sem er mjög gott :)

Það er brjálað að gera. Mjög brjálað. Og ég elska það!

Þannig er mál með vexti að Ég, Tash, Jessie og Maddy sóttum um að stofna "Girl Band" samspil í fyrra. Við fengum það svar að öll samspils plássin væru uppfull, við vorum einfaldlega of seinar í þessu. Það var ekki meira að gera í því svo sá draumur fór aðeins á hold. Það var ekki fyrr en í fyrstu viku þessarar annar sem við fengum tölvupóst sem sagði að við hefðum fengið samþykki, skólastofu til æfinga og kennara til leiðbeininga. Þar sem að við höfum bara þessa fyrstu viku til að hætta í og bæta við tímum þurftum við að vinna hratt til að finna hljómsveitarmeðlimi. Það gekk furðu vel og ég get nú sagt ykkur það að hljóðfæraleikararnir okkar eru með þeim allra bestu í skólanum

10690290_10204517516513759_892912830065359787_n

 

JINKS á Facebook!

Æfingar gengu vel og mér tókst að bóka okkur gigg í Halloween partý. Það var alveg hrikalega gaman og fólkið tók ekkert smá vel í það sem við spiluðum. Eftir það áttum við von á nokkuð rólegum vikum fram að loka tónleikunum okkar (sem verða 4. des) en afþví að fólki líkaði svo vel við það sem við vorum að spila náðum við að bóka annað gigg næsta miðvikudag, ss með bara viku fyrirvara. Það gigg er á flottasta performance venue sem Berklee hefur uppá að bjóða svo það kom ekki til greina að segja nei við því! Eina málið er að nú erum við að læra 7 ný lög á þessari viku sem er jú pínu strembið en andskotinn hvað það verður gaman!!! Það eru daglegar 2-4 tíma æfingar með söng og dansi, þetta verður flott show :) 

10749008_10152823426685987_867468197_n

Ég skráði mig loksins í ræktina aftur eftir pásu síðan í ágúst.... Ég fer á sama stað og í fyrra (rétt hjá skólanum) en það er nýlega búið að taka allt í gegn þarna, allt glænýtt og búið að byggja sundlaug líka sem er frábært. Þótt það sé mikið að gera með æfingar þá er alveg nauðsynlegt að komast aðeins í að hreyfa sig, það róar mig svo. 

Annars er það að frétta að leigusalinn okkar er maður sem finnst gaman að stríða fólki, ég er alveg viss um það. Það er nefnilega þannig að hann stjórnar því hvort ofnarnir heima séu á eða ekki (þótt að hiti sé innifalinn í leiguverði) sem er einstaklega óhentugt svona þegar það er farið að kólna. Ofnarnir eru stundum á, stundum ekki. Aðallega ekki. Svo allt í einu, um miðja nótt, kveiknar á þessum andskota með tilheyrandi stríðslátum. Stundum held ég að það sé verið að ráðast inn í íbúðina... Það er allt hitað með gasi hérna, sem suðar þegar það hleypist inn í ofnanna, svo annað slagið tekur ofninn meira inn (þegar hann er að hita sig) og ég get ekki einusinni líst hljóðinu sem kemur þá. Best er þó þegar allt fer á fullt og hjólið sem maður notar til að "stjórna" hitanum hristist eins og það sé á launum við það, aftur með tilheyrandi látum. Stjórna fer í gæsalappir því ef ofninn er á, þá er hann á. EKkert flóknara en það, sem gerir það að verkum að það verður alveg ógeðslega heitt hérna nema ég hafi glugga opinn, sem er svo aftur á móti eyðsla á hita. Svo ef ég hef gluggan opinn er ég að taka hættuna á að ofnarnir slökkvi á sér því þá yrði ógeðslega kallt og ég fæ hálsbólgi. Þetta er frábært og mér er það svo lífsins ómögulegt að sofa við þessi læti svo eyrnatappar eru mínir bestu vinir núna! 

Það er þó margt annað að tala um heldur en satíska ofna.

Skólinn gengur vel, þetta er allt annað en seinasta önn þar sem ég skrifaði 6 ritgerðir. Það var nú meira ruglið! Vinnuálagið er mun jafnara og sanngjarnara núna, sem er ótrúlega gott. 

Ég var tekin inn í sjálfboðaliðastarf sem kallast að vera Student Ambassador. Það þýðir að fyrir ýmsa viðburði mun ég, ásamt fleirum, vera andlit skólans. Ég fer til Seattle yfir eina helgi 5. desember til að hjálpa með inntökuprófin þar. Ég mun koma til með að sitja með krökkunum sem eru að fara í prufurnar, spjalla við þau, róa þau niður ef þau eru stressuð, koma þeim á réttan stað á réttum tíma o.s.frv! Ég er hrikalega spennt fyrir þessu!! 13. des mun ég svo halda fyrirlestur fyrir krakka sem eru að koma í Boston inntökuprófin og ég ætla að tala um hvernig við létum Girl Bandið okkar gerast og hvað það gengur vel. 

SEA_01

Það voru margir búnir að biðja mig um smá update á Boston lífinu og ég verð bara að segja að það að búa í íbúð hérna er blessun! Ég elska að kaupa í matinn og elda allskonar góða rétti. Ég hef ótrúlega gaman af því að vera svona sjálfstæð, enda er þetta eitthvað sem ég hef ómeðvitað verið að bíða eftir svo lengi. Að sjálfsögðu gerir heimþráin stundum vart við sig en það styttist nú óðum í flugið mitt. 

Svo stefnir allt í allavega 2 gigg á meðan ég verð heima. Við ætlum að kíkja í Akranesvita 21. desember og svo hafa verið vangaveltur um aðra tónleika! Gaman gaman :)

 

 

Lengra verður þessi færsla þó ekki í dag. Ég ætla að skella mér út í góða veðrið og kíkja jafnvel í H&M svona fyrst í get ;) 

1014931_10204517516673763_3728403367431679775_o

-inga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

The Big City Life!

Höfundur

Inga María Hjartardóttir
Inga María Hjartardóttir

Tvítug Skagastelpa búsett í Boston

http://www.gofundme.com/icelandersdream

Instagram

 

https://www.facebook.com/pages/JINKS/1589805677910069?ref=hl

https://www.facebook.com/ingamariamusic

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 10958948 10204508160438789 1484180612164671503 n
  • 10292452 10205212350724180 4114475717200765479 n
  • 10262108 10205254374814756 5443135461524799509 n
  • 10920901 10205254376534799 5476972113740283482 n
  • 10410312 10205254381334919 2096869922838297616 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband