Það er ekkert grín að byrja aftur eftir miðannafrí

Nú er skólinn byrjaður aftur eftir vor fríið og ég skal alveg viðurkenna að það er ofboðslega erfitt að koma sér í gírinn aftur! 

 Við Jessie lögðum í hann föstudaginn 14. mars, ég fór beint úr tíma út á flugvöll þar sem check innið gekk ofboðslega hratt fyrir sig. VIð biðum í ca. hálftíma áður en við ætluðum að fara um borð. Þegar að því var komið var ég stoppuð og spurð hvort ég væri með Kanadískt VISA. Ég neitaði því og fékk rosalegan stresshnút í magann, hvað ef þau myndu nú bara neita mér inngöngu í landið! En þetta leystist allt saman eftir smá viðræður og okkur var hleypt um borð :P Flugið var stutt og þægilegt og við kynntumst strák frá Berklee sem er einnig á second semester söngvari eins og við. Pabbi hennar sótti okkur á völlinn sem var einungis í 15 min fjarlægð frá húsinu hennar. Það kvöld var afskaplega afslappað, við fengum heimaeldaðan mat (YESSS) og horfðum svo aðeins á sjónvarpið áður en við báðar rotuðumst.

Morguninn eftir vöknuðum við kl 8:30 til að fara í spinning believe it or not! Ótrúlega hressandi þrátt fyrir að við áttum ekki roð í mömmu hennar Jessie haha! Komum við í búð á leiðinni heim og keyptum hádegismat. Þegar við vorum búnar að borða fórum við að sækja Tash á flugvöllinn því hún kom ekki með sama flugi og við. Restina af deginum notuðum við í kósý spjall og gerðum okkur svo til því það stóð til að fara út um kvöldið. Fjölskylduvinur kom í mat og við rukum svo út til að kíkja í barina. Mikið ofboðslega var nú gaman að geta keypt sitt eigið áfengi, svona þar sem ég að ég varð tvítug hérna úti og ekki fengið tækifæri á því síðan. Við fórum á bar sem var á fimm hæðum og svo á dansstað. Ofboðslega gaman og hressilegur skemmtanaskattur daginn eftir ;)

Á sunnudeginum held ég að ég hafi ekki yfirgefið sófann, mikið ofboðslega var ég þreytt. Það var samt svo gott að geta bara setið þar án þess að hafa áhyggjur af neinu, búin með öll prófin mín og hafði loksins tíma til að slappa aðeins af :)

Við fórum á fætur relatively snemma á þriðjudeginum og keyrðum af stað til að sjá Níagra fossa. Mikið ótrúlega var það fallegt!´Ég á bara engin orð, maður var bara agndofa :) Við vorum þar í kannski klukkutíma og komum svo við á enskum pöbb á leiðinni til baka þar sem við fengum okkur fish 'n chips.

Á miðvikudeginum var komið að heimför svo við kítkum aðeins niðrí bæ áður en við fórum svo útá flugvöll seinnipartinn. Flugið var algjörlega ömurlegt, ókyrrð bókstaflega allan tímann! En sem betur fer var það bara 1 & 1/2 tími og þegar við svo lentum flugum við í gegnum völlinn, hef aldrei farið svona hratt í gegn! Tókum lestina heim og snemma að sofa þar sem að við vorum frekar þreyttar. 

 Restina af fríinu nýtti ég í að skrifa nokkur ný lög, tók hressilega á því í ræktinni og kláraði það sem komið er af 9. seríu af How I Met Your Mother. Agalega kósý að hafa þarna nokkra daga bara i friði ásamt því að hanga aðeins með þeim krökkum sem voru eftir í Boston. Klárlega mjög nauðsynlegur afslöppunartími.

Eins og ég sagði áður þá er búið að vera soldið erfitt að koma sér í gírinn aftur eftir langt frí en ég finn núna að ég er algjörlega tilbúin að taka restina af önninni með trompi.

Í ensku fékk ég hæstu einkunn í bekknum á miðannaprófinu og er alveg hrikalega stolt af því, svo fékk ég ritgerðina mína tilbaka í sama áfanga með þeirri umsögn að hún væri einfaldlega ekki tilbúin til að vera farin yfir. Svo það er mikið upp og niður ferðalag í náminu hérna og ótrúlega erfitt að halda sér á réttu brautinni með réttan fókus þegar maður fær svona mismunandi skilboð frá sama kennaranum. Hún er ekkert svo rosalega skemmtileg ef ég á að segja alveg eins og er og ég hlakka mikið til að vera búin með tímana hjá henni en hún hefur engu að síður kennt mér mikið í amerískum bókmenntum, skal alveg viðurkenna það ;)

Ég er í Soundtrack kór sem verður með rosalega flotta sýningu á morgun sem verður meira að segja streamað gegnum netið á þessum link: http://www.ustream.tv/channel/audire-soundtrack-choir Ef eitthvað af mínu fólki verður vakandi klukkan 10 á okkar tíma (s.s. kl 2 heima) þá mæli ég sterklega með því að kíkja á þetta! :) Við erum með lög frá Frozen, Game of Thrones, Doctor Who, LOTR, Tangled og fleirum frábærum kvikmyndum. Gaman að segja frá því að ég fæ meirað segja eitt sóló :) 

Annars er það í fréttum að ég er komin með íbúð til að búa í á næstu önn og rosalega mikið tilhlökkun fyrir því! Mun koma til með að búa með einni vinkonu minni og við erum núna í því ferli að finna aðra stelpu til að búa með okkur. Rosalega mikill peningur sem við þurfum að leggja út fyrir þessu en svoleiðis virkar það bara!  

Lífið er sem fyrr rosalega gott hérna, farið að hlýna aðeins úti og maður sér fram á yndislega vordaga innan skamms :)

 

Ég er rosa löt núna og nenni ekki að setja myndir með en ég set þær inná facebookið mitt um helgina :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

The Big City Life!

Höfundur

Inga María Hjartardóttir
Inga María Hjartardóttir

Tvítug Skagastelpa búsett í Boston

http://www.gofundme.com/icelandersdream

Instagram

 

https://www.facebook.com/pages/JINKS/1589805677910069?ref=hl

https://www.facebook.com/ingamariamusic

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 10958948 10204508160438789 1484180612164671503 n
  • 10292452 10205212350724180 4114475717200765479 n
  • 10262108 10205254374814756 5443135461524799509 n
  • 10920901 10205254376534799 5476972113740283482 n
  • 10410312 10205254381334919 2096869922838297616 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband