Bostonbúi að uppfylla drauminn :)

Jæja ég ætla að hafa smá blog á meðan ég er úti bara svona til að leyfa þeim sem vilja að fylgjast aðeins með :) 

 

Lag dagsins

 

Fyrir það fyrsta gekk ferðalagið mjög vel, það var einhver örlítil seinkun á vélinni en við vorum lent um 12:30 á staðartíma. Ég fór nokkuð hrakfallalaust í gegnum flugvöllinn og hoppaði í Taxa uppá heimavist. Umferðin var mjööög þétt því það voru náttúrulega allir háskólanemarnir þarna að flytja inn oog Red Socks hafnaboltaleikur að byrja. Ég henti töskunum inn og rölti svo að láta tékka mig inn í skólann. Það var hellings vesen og ég hljóp þarna upp og niður milli hæða til að tala við hinar ýmsu deildir en þetta hafðist nú allt á endanum. Ég fékk þetta fína ID kort sem maður þarf að hafa með sér alltaf, annars kemst maður hvergi inn. ID kort

 

Þá lá leiðin upp á herbergi aftur en það er í ca 5 mínútna labbi frá öllum aðalbyggingunum. Hitti þar stelpurnar 2 sem ég er með í herbergi og mér líst alveg rosalega vel á þær, frábærar stelpur :)

Nokkrar myndir úr herberginu:

Herbergi 1

Mikið af gluggum sem gera þvímiður eekkert gagn í þessum hita. 

Herbergi 2 

Kojan sem ég sef í.

Skrifborð 

Tvö af þremur skrifborðum, eins og við var að búast er mjög ,,snyrtilegt" hjá mér :))

Ísskápur 

Snilldar ísskápur, örbylgjuofn, sodastream tæki, te og hunang, allt til staðar! og svo viftan sem er gjörsamlega að bjarga lífi okkar hérna :P

Baðherbergi 

Og krúttlega baðherbergið okkar! Ekki allir nefnilega sem fá eigin sturtu svo við erum hepnar :) 

Við fórum á mjög skemmtilega opnunartónleika og fengum okkur svo sushi á leiðinni heim. Ég fann meirað segja Skyr veeij :)

IMAG1406 

2. september 

Í dag fór ég snemma á fætur til að fara að æfa mig aðeins fyrir placement auditions sem eru á miðvikudaginn. Fór í svona lítið og krúttlegt æfingaherbergi niðrí kjallara, held ég ætli bara að búa þarna næstu daga.. :)

Æfingaherbergi 

Fór í brunch um 10:30 og er þetta eitthvað gríín sko.. Frootie Loops, Cocoapuffs, Frosted Flakes og eitthva fleira litríkt sykurkorn, Nutella, gos, ís, beikon, pylsur, you name iiiittt!! Ekkert smá úrval og vá hvað það væri létta að fitna um svona 30 kg hérna hehee.. En það voru líka ávextir, salatbar og fleira svo ég plumma mig vel :D Eftir það var fundur með svokölluðum Peer Advisor, hann heitir Jason og er á sinni 3. önn, rosalega fínn og mun hjálpa okkur fyrstu dagana með pretty much allt bara! Þaðan fórum við á eendalausan fyrirlestur í Performance Centernu, laumuðumst út fyrr og ég fór aftur í æfingaherbergið, gott að vera vel undirbúinn :) Er búin að Skype'ast aðeins með gömlu heima, gott að sjá þau aðeins :)

 

En annars líður mér bara rosalega vel hérna, hitinn er að vísu mikill en það venst nú!  Heimþráin er ekki farin að gera vart við sig, kannski bara afþví ég hef engan tíma aflögu fyrir hana :P 

 

Þar til næst... :) 


« Fyrri síða

Um bloggið

The Big City Life!

Höfundur

Inga María Hjartardóttir
Inga María Hjartardóttir

Tvítug Skagastelpa búsett í Boston

http://www.gofundme.com/icelandersdream

Instagram

 

https://www.facebook.com/pages/JINKS/1589805677910069?ref=hl

https://www.facebook.com/ingamariamusic

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 10958948 10204508160438789 1484180612164671503 n
  • 10292452 10205212350724180 4114475717200765479 n
  • 10262108 10205254374814756 5443135461524799509 n
  • 10920901 10205254376534799 5476972113740283482 n
  • 10410312 10205254381334919 2096869922838297616 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband