Nóg að ske og rúmlega það!

Vávává, ég er ekki að grínast, ég gæti ekki verið hamingjusamari hérna. Hljómar voða klisjukent og vá geggjað dramatísk en nei svona í alvöru, vá. 

 

Þessi önn er enganvegin sambærileg við þá seinustu. Í fyrra var ég í afskaplega léttum tímum, lítið að gera og mér leiddist oft á daginn. Hingað til hefur ekki komið upp eitt einasta augnablik þar sem mér hefur leiðst! Tímarnir sem ég er i eru á allt öðru stigi, miklu meira krafist af manni sem er ekkert nema jákvætt. Jass píanó tímarnir eru alveg að sparka í rassin á mér sem var mjög nauðsynlegt. Ég er með hálf geggjaðan ensku kennara sem leggur fyrir allavega 2-3 smásögur til að lesa eftir hvern einasta tíma (sem er 3svar í viku). Ef ég hef ekki heimanám þá er ég mjög sennilega í heimsókn hjá einhverjum af krökkunum á hæðinni, ekki nema svona 5-6 herbergi að velja frá! 

Það eru búnir að vera 2 snjódagar hingað til, báðir komið upp á miðvikudegi sem var alveg gaman en samt pínu svekkjandi að missa tímana. Seinna skiptið kom sér reyndar ofboðslega vel fyrir mig því ég átti einfaldlega allt of mikið heimanám eftir sem ég gat þá klárað á snjódaginn.

Helgin sem ég átti afmæli var án efa sú skemmtilegasta sem við höfum upplifað hérna! Systir hennar Jessie kom í heimsókn á miðvikudeginum og okkur kom ofboðslega vel saman, enda ekki við öðru að búast, þær eru nákvæmlega eins :P Miðnætti, aðfaranótt 31. bar upp og mér var komið á óvart með köku, kertum, ,,mjólk" og gjöfum. Það gladdi mig alveg einstaklega og ég fór að sofa með stórt bros á vör. Morguninn eftir vaknaði ég frekar snemma til að hafa nú smá tíma til að gera mig til og líta ágætlega út á afmælisdaginn. Það kom mér svo skemmtilega á óvart hversu margir mundu actually eftir því að ég ætti afmæli og sögðu til hamingju, kunni virkilega að meta það :) Ég fékk frí í seinasta tímanum mínum sem átti að vera 2-3 og fór þess í stað í Mimosur hjá Maddy og Liv (sem búa við endan á ganginum á sömu hæð)

 1622258_696184220422494_566367411_n

og þaðan fórum við svo og kíktum aðeins í búðir þar sem að planið var að dressa sig soldið vel upp fyrir kvöldið. Við komum til baka aðeins seinna en planað var og gerðum okkur því til á ljóshraða (ja allavega miðað við venjulega... :P). Við áttum svo pantað borð á Osaka niðrí bæ sem er japanskur veitingastaður þar sem maturinn er eldaður frá grunni beint fyrir framan þig! Mikið ofboðslega rosalega var það gaman!! Kokkarnir ofboðslega hressir og spöruðu ekki aulabrandarana. Þeir skutu kúrbítsbitum uppí alla og sprautuðu ,,baby saki" úr svona sinneps túpu. Það var endalaust hlegið, alveg þangað til maskarinn fór að renna niður á kinn og ekki skemmdi fyrir hvað maturinn var rosalega góður.

1511221_697391016968481_1351836001_n 

IMG_0018 

Við tókum leigubíl heim þar sem að leiðin lá beint í partý sem tveir vinir okkar voru að spila í. Þeir stóðu sig með stakri príði en þar sem að íbúðin var algjörlega pökkum vorum við fljót að láta okkur hverfa þegar þeir voru búnir. Við hengum heima í smá stund en fórum svo í annað partý þar sem ég hitti tvo aðra krakka sem áttu líka afmæli. Þar vorum við í örugglega 2 tíma og mikið fjör!

Daginn eftir (1. feb) voru allir alveg ferlega sáttir með kvöldið áður og voru meira en til í round 2! Við tókum því bara rólega yfir daginn en kíktum svo í partý í Allston um kvöldið, ætla ekkert að útskýra það eitthvað mikið meira, það var alveg ferlega skemmtilegt líka :D

Sunnudagurinn var mikill letidagur EN ég afrekaði þó að kaupa mér nýjan síma og auðvitað var það iPhone 5s, GULLfalleg græja sem er búin að veita mér mikla gleði og afþreyingu seinustu dagana :D allt í góðu hófi þó!

Fyrir fyrri prufuna

Þriðjudaginn eftir helgina miklu fór ég í prufur fyrir Singers Night. Ég sá auglýsinguna frá þeim 2 dögum áður og þar sem að þau  ætla að hafa 80's þema gat ég náttúrulega ekki sleppt því að fara! Ég söng ,,I wanna dance with somebody" og "Open Arms" með tilheyrandi tilþrifum við bæði lögin. Gekk ofboðslega vel og 2 dögum seinna fékk ég boð um að koma aftur í callbacks. Það eru á bilinu 150-200 krakkar sem þreyta þesar prufur svo það að vera ein af 30 manna hópi til að koma aftur er ofboðslega mikill heiður. Ég fór strax að undirbúa mig til að fara aftur. Samdi smá dans og setti bara allt í 6. gír. Vikan fram að þessu var ofboðslega erfið, heimanám sem virtist bara aldrei ætla að klárast. Ég átti að skila ritun, taka tónfræði próf og lesa 2 sögur fyrir daginn sem prufan var svo það var vitanlega mikið stress. Ég setti þó sönginn í fyrsta sæti og varð bara að útskýra það fyrir kennurunum mínum, það er einfaldlega ekki hægt að gera allt í einu.

 

 

 

 

 

Fyrir seinni prufuna!!

Ég mætti snemma í prufuna, búin að hita mig upp, búin að finna geggjað dress og klárlega búin að græja hárið almennilega! Ég þurfti að bíða í tæpan klukkutíma en það leið hratt og hinir krakkarnir hjálpuðu með það. Ég fór inn, algjörlega róleg og eiginlega ekkert stressuð, gerði mitt og gerði það vel og kom ofboðslega sátt út.

Tveimur dögum seinna fékk ég svo email um að ég hafi ekki verið valin í sýninguna sjálfa. Þau tóku inn 10 af 30. Ég get bara ekki annað en verið ofboðslega stolt af mínum árangri og ég veit það alveg 100% að ég hefði einfaldlega ekki getað gert betur, ég var bara ekki það sem þau voru að leita af :)

En nóg um það! 

 Síðan þá er ég einfaldlega bara búin að vera á haus. Ég fór m.a. í heimsókn á listasafnið hérna rétt hjá, bjó til snjókall fyrir utan Subway, fór á lifechanging gospel tónleika með The Clark Sisters (VÁ), fór í Victoria's Secret partý hjá MIT, gerði ombrée í hárið á mér, átti Valentínusardeit með góðum vin og fór í buisness partý hjá mjög góðum vin mínum seinustu helgi ásamt því að fara á tónleika hjá algjörum snillingum af 16. hæðinni þar sem við týndumst rækilega á leiðinni í nístandi kulda. 

Ég held ég hafi aldrei á ævinni klárað jafn mikið heimanám á einum degi eins og í gær, ég settist niður klukkan 12:30 eftir að hafa borðað morgunmat og farið í sturtu og stoppaði ekki fyrr en kl 21 þegar ég tók pásu til að fara í ræktina. Eftir það fór ég aftur í sturtu og hélt áfram frá 22:30 til 1:30. Ég kláraði hálfa bók, skrifaði eina ritun, tók eitt heimtöku tónfræðipróf, dictation í tónheyrn, skrifaði út 4 tegundir hljóma í öllum tóntegundum, tónfærði lag yfir í allar tóntegundir OG skrifaði inn gítar og bassa í Arranging verkefnið mitt. Ég veit ekki hvaða ofureinbeitingar trippi ég var á en það hefur aldrei ,,felt as good" að fara að sofa eins og í gærkvöldi! 
Ég vaknaði svo 8:30 í morgun til að klára eitt smá verkefni sem ég átti eftir áður en ég fór í tíma kl 10. 

 

Núna á ég verðskuldaðan frítíma sem ég ætla að nota í að byrja á House of Cards þar sem að það horfa greinilega ALLIR á þetta hérna :) Sit undir sæng, horfi út um gluggan okkar og fylgist með snjónnum kyngja niður með tebolla á náttborðinu. Þetta finnst mér hljóma aðeins of vel :) 

IMG_0176 

 

 IMG_0184

♥♥♥ 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

The Big City Life!

Höfundur

Inga María Hjartardóttir
Inga María Hjartardóttir

Tvítug Skagastelpa búsett í Boston

http://www.gofundme.com/icelandersdream

Instagram

 

https://www.facebook.com/pages/JINKS/1589805677910069?ref=hl

https://www.facebook.com/ingamariamusic

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 10958948 10204508160438789 1484180612164671503 n
  • 10292452 10205212350724180 4114475717200765479 n
  • 10262108 10205254374814756 5443135461524799509 n
  • 10920901 10205254376534799 5476972113740283482 n
  • 10410312 10205254381334919 2096869922838297616 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband