Það er bara eitthvað við þetta!

Lag dagsins

 

 

Fun facts..

 

  • Ég klæddi mig í síðar buxur og peysu í fyrsta skipti í dag, ágætis tilbreyting að vera ekki að kafna þar sem að heimavistirnar eru ekki loftkældar.
  • 1391 af 4521 nemandum í skólanum eru erlendir, það eru ca 30%
  • 70% nemenda eru karlkyns en full mikið af smávöxnum asíubúum fyrir minn smekk.. :P
  • Í Placement Audition sem ég fór í (tala um það fyrir neðan) fékk ég...
    -2 fyrir nótnalestur
    -5 fyrir undirbúið lag, ég söng Summertime
    -3 fyrir spunasöng
    -4 fyrir takt tilfinningu yfirhöfuð
Málið með þessar tölur er að allir eru ,,dæmdir" frá 1-8. 1-8 stendur fyrir annirnar í skólanum svo að ég er til dæmis talin vera komin á aðra önn hvað varðar nótnalestur og fimmtu önn hvað varða sönginn sjálfann og svo framvegis. Þetta eru hrikalega góðar tölur verð ég að segja og þær komu mér töluvert á óvart. Flestir nýnemar eru að fá 1-3, þar sem einn er þá eins og að byrja á byrjunarreit og yfirleitt ekki mikið hærra hafa þeir sagt. Þessar tölur hjálpa til við að koma okkur í viðeigandi einkatíma sem og samspil. Bara gleði :)

 

 

Þetta eru frekar þægilegir dagar í þessari orientation viku. Það er einn og einn viðburður yfir dagana svo ég hef verið að nýta dauðan tíma til að skoða aðeins í kringum mig.

Ég byrjaði þriðjudaginn á því að taka stöðupróf í tónfræði. Prófið var í tveimur hlutum og alveg frekar þungt. Ég gat svarað öllu í fyrri hlutanum en bara nokkru í þeim seinni enda er hann ,,advanced" eins og þau kölluðu það. Fólk var að taka prófið á allt frá klukkutíma og upp í fjóra. Ég fór út eftir tæpa tvo, búin að gera eins mikið og ég gat.

IMAG1434

Þar sem að stelpurnar voru ekki heima þegar ég kom aftur upp á herbergi, ákvað ég að kíkja aðeins í bæinn og sjá hvort ég myndi ekki ramba á verslunargötuna sem og ég gerði, hún er í 5 mínútna göngufæri oog viti menn, það fyrsta sem blasti við mér..  Forever 21 búð á fjórum hæðum! Ég hálfpartinn hljóp inn og endaði á því að gera mjög góð kaup eins og sönnum Íslendin sæmir :)

 

IMAG1435

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég rölti götuna og einhvernveginn tókst mér svo að finna mollið líka sem er bara rétt hjá og þar var allt morandi í góðum búðum. Ég verslaði smá snyrtivörur en þurfti svo að koma mér til baka fyrir næsta stöðupróf í skólanum sem var fyrir erlenda nemendur vegna enskunnar.

IMAG1426

 

 

 

 

 

Við fengum ritgerðaspurningu sem við áttum að svara og svo vorum við tekin í stutt viðtal, allt voða létt og mellow. Ég kom við uppá herbergi og horfði á einn Mistresses þátt á meðan ég beið eftir að stelpurnar myndu klára sín próf. Þegar þær komu kíktum við aftur á röltið, ég reddaði mér loksins bandarísku númeri með ótakmörkuð símtöl og sms og 500 MB á mánuði, bara nokkuð góður díll sem ég fékk því vá, fólk smsast mjöög mikið hérna. Bæjarröltið varð svo sem ekki langt svo við fórum bara í mat. Eftir hann var ískvöld hjá okkar heimavist (það eru 3 heimavistir + nokkrar íbúðir aðeins lengra í burtu), roosalega góður súkkulaði ís mmmm :) Þetta var niðrí kjallara en þar er sjónvarpsherbergi með RISA flatskjá, heimabíó, ping pong borði, sjálfsala og you name it, fullt af æfingaherbergjum, þvottaherbergi og sameiginlegt eldhús. Ég skal alveg viðurkenna það að þótt að veggirnir séu við það að hrynja sumstaðar í byggingunni og það þurfi spýtur til að halda gluggunum uppi þá finnst mér þetta alveg einstaklega kósý! 

Við erum búnar að koma okkur upp æðislegum hópi af fólki sem við erum búnar að hitta öll kvöld síðan við komum hingað. Við fórum heim til nokkurra stelpna úr þessum hópi en þær búa í frekar stórri íbúð sem rúmar okkur ágætlega. Hérna eru allir rosalega spenntir að heyra í hvort öðru syngja eða spila svo við enduðum öll á því að taka eitt lag. Í lokin vorum við eiginlega bara farin að spila öll saman, gítar, fiðla, hljómborð, margraddað og trommað á allt sem fyrir var. Hriikalega gaman og vávává ekkert smá hæfileikaríkt fólk!! En eins og gefur að kynna, orðið mjög heitt í íbúðinni svo við fórum út að Charles River ánni sem er alveg greinilega the place to be fyrir college nemendur, þar er alveg ofboðslega fallegt að vera á kvöldin. Hittum fleiri háskólakrakka úr öðrum skóla þar og sátum á bryggjunni til að verða 2 um nóttina. Þá fór fólk að tínast heim

 

Miðvikudagur 

 Við fórum ekki að sofa fyrr en um 3 nóttina áður svo ég fór aðeins seinna á fætur heldur en ég hafði planað. Ég tók þá bara morgunmatinn í hádeginu, fínasta pasta og besta glúten lausa pizza sem ég hef fengið. Tíminn flaug frá mér, maður gleymir sér algjörlega við að tala við nýtt og áhugavert fólk svo ég hálfpartinn hljóp uppá vist til að æfa mig aðeins og hita upp fyrir placement audition sem var klukkan 2 hjá mér.  Ég náði góðum hálftíma í það sem dugði bara akkúrat fyrir mig svo ég hélt af stað aftur niðrí skóla. Andrúmsloftið var létt og maðurinn sem var með yfirhönd yfir prufunni var ægilega heillaður af því að ég væri frá Íslandi. Svo virðist reyndar vera að hvar sem ég kem er fólk alltaf jafn gapandi og spennt yfir þessum skrítna útlending sem ég er, bara gaman af því :) En hvað sem því líður þá gekk prufan mjög vel, kannski fyrir utan nótnalesturinn en ég meina, við erum öll hér til að læra er það ekki?? Ég gekk allavega mjög ánægð út. Seem náttúrulega kallaði á það að kíkja pínu í búðirnar aftur, í þetta sinn með markmið, að finna Eastern Bank (þar sem ég er með banka reikning) og H&M.  Þótt

IMAG1446ótrúlegt megi virðast þá fann ég bankann á no time og eftir viðskiptin þar rambaði ég beint á H&M, það besta var þó að hliðina á þeirri búð var MAC (snyrtivörubúð) og það gladdi mitt litla hjarta innilega, gat keypt mér varalit á 1800 kr en ekki 4500 kr eins og heima!!

H&M stóð að sjálfsögðu fyrir sínu og ég kom nokkrum númerum glaðari út :) Reyndar bara með einn poka en ég meina, ég er fátækur námsmaður :P

 

 

 

 

 

Eftir kvöldmatinn var síðan svokallað opið jam session þar sem hver sem er mátti skrá sig til leiks og spila, bara með einhverjum, þvílík stemning og þvílikir talentar þarna, þetta er bara eins og í bíómyndunum! Við hittumst svo aftur sama grúppan í sömu íbúð til að borða saman, einn af okkur eldar mjög vel og gerði þarna pastarétt handa ca 17 manns eins og ekkert væri!

 

 Það er ótrúlega gott að vera búin að finna hóp af fólki sem manni líður vel með, við erum svona ca 10-15, fer eftir því hverjir mæta.

Strax farin að bonda með fólkinu

En ætli þetta breytist ekki allt þegar skólinn actually byrjar og maður fer að kynnast öðru fólki í tímum :)

Svo er eitt sem ég elska hérna, það eru allir svo almennilegir!! Bara í gær var ég að labba um Newbury street og þá kemur stelpa og segir, vá ég elska kjólinn sem þú ert í! Og hvert sem maður fer þá brosir fólk til manns, ekki skemmir það nú þegar svo skemmtilega vill til að það eru myndalegir drengir :):) Annað sem er frekar fyndið er að ég tók með mér svarta skó með gull studs á og ég get svo svarið það, allavega 10 manns eru búin að hrósa mér fyrir þá, þessu myndi maður aldrei lenda í á Íslandi því miður :(  

 

Í dag svaf ég út, kom mér svo loksins út að hlaupa, ætli það sé ekki með betri leiðum til að læra á borgina :) Ég ætla svo út að grocery shoppa núna (íslenskuleysið er að gera mér grikk) og taka svo kannski einn power nap eða svo, ég elska lífið :)

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að þér gengur svona vel! Hlakka til að lesa meira frá þér!

t-d0g (IP-tala skráð) 5.9.2013 kl. 19:21

2 Smámynd: Inga María Hjartardóttir

Takk fyrir að fylgjast með! Gott að einhverjir hafi gaman af þessu :D

Inga María Hjartardóttir, 5.9.2013 kl. 23:14

3 identicon

Gaman að fylgjast með þér Inga, alveg þvílikt ævintýri =D
Ég sé að þú ert alveg með þetta - gangi þér rosa vel! Verður gaman að fylgjast með þér áfram. =)

Ásta Marý (IP-tala skráð) 6.9.2013 kl. 12:53

4 Smámynd: Inga María Hjartardóttir

Takk fyrir það :D þetta er engin smá upplifun!!

Inga María Hjartardóttir, 7.9.2013 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

The Big City Life!

Höfundur

Inga María Hjartardóttir
Inga María Hjartardóttir

Tvítug Skagastelpa búsett í Boston

http://www.gofundme.com/icelandersdream

Instagram

 

https://www.facebook.com/pages/JINKS/1589805677910069?ref=hl

https://www.facebook.com/ingamariamusic

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 10958948 10204508160438789 1484180612164671503 n
  • 10292452 10205212350724180 4114475717200765479 n
  • 10262108 10205254374814756 5443135461524799509 n
  • 10920901 10205254376534799 5476972113740283482 n
  • 10410312 10205254381334919 2096869922838297616 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband