That's what's up

Lag dagsins

 

Fun facts

 

  • Partýin hérna eru pretty much eins og í kvikmyndunum, allavega það sem við fengum að kynnast í gær
  • Smá Suðusúkkulaði getur kætt og bætt alla
  • Í dag eru um 25°C úti en ég er inni að blogga, ææ það er svo kósý hjá okkur í herberginu svo það er alltílagi :) 

 

Lífið er farið að rúlla vel hérna. Það auðveldar náttúrulega allt að vera með bandarískt númer til að geta náð í krakkana til að hittast og svona, það fyndna er samt að fyrir viku var ég ennþá á Íslandi og þekkti ekki eitt einasta þeirra en núna líður mér eins og ég hafi þekkt þau í marga mánuði. Ég held að aðstæðurnar séu bara þannig að það eru allir nýjir hérna og allir hræddir um að passa ekki inn eða finnast eins og maður eigi ekki heima í hópnum svo fólk er fljótt að opna sig fyrir hvort öðru.

 

Við fórum á fund fyrir erlenda nemendur á fimmtudagsmorguninn sem var svona frekar áhugavert (ef það er rétta orðið). Þau voru t.d. að kenna okkur hvernig maður tippar á veitingastöðum og hvernig er best að heilsa fólki á götunni. Frekar fyndið dæmi. En því miður eru Kanarnir ægilega talglaðir svo fundurinn varð næstum tveir tímar.

International fundur 

Það var einhver leti í mér svo ég slepti næsta fundi sem var eitthvað um ear training eða tónheyrn, einhverskonar kynning á því. Við skeltum okkur þó á fyrirlestur um vinnu með skóla og hvernig maður á að plana afkastamikinn feril í tónlist. Nokkuð áhugavert og gaman að heyra hvað reynsluboltar hafa að segja um svona. Við löbbuðum þá í svona multicultural partý sem var á einni hliðargötunni. Þar var búið að setja upp fána, tjald og DJ-borð og fólk dansaði bara þarna á miðri götunni. Lögreglan beindi umferðinni annað á meðan. Frekar skemmtileg hugmynd og ótrúlega fyndið að sjá alla blá edrú dansandi eins og þau ættu lífið að leysa :P

Multicultural partý 

Við vorum þarna í svona klukkutíma áður en við fórum svo í mat. Ég og Mari (annar roommate'inn minn) fórum inní matsal en þar hitti hún nokkra vini sína svo við settumst hjá þeim. Þetta voru allt svartir krakkar (sorry ég kann ekki að segja þetta á betri hátt) og sennilega fyndnasti matartími sem ég hef verið partur af. Þau, eða aðallega strákarnir sögðu that's what's up í annari hverri setningu og ef einhver sagði eitthvað merkilegt eða hið minnsta sjokkerandi þá stukku þeir allir upp alveg brjálæðislega impressed af því sem var sagt. Þið sem skoðið Vines reglulega vitið hvað ég er að tala um, þetta er alveg sjúklega fyndið!

Eins og öll önnur kvöld fórum við í íbúðina hjá stelpunum fjórum og vorum bara þar að spjalla langt fram á kvöldið. 

 

Föstudagur

Ég ákvað að sofa bara vel út í gær, við nenntum ekki framúr fyrr en svona 11:30 og hefðum örugglega sofið lengur ef strákarnir á 4. hæðinni hefðu ekki komið og dregið okkur framúr. Já ég var kannski búin að gleyma að segja frá þeim, við kynntumst tveimur strákum sem búa á hæðinni fyrir neðan okkur sem eru líka nýnemar. Þar sem að vistin sem við erum á er aðallega fyrir eldri nemendur er voða fínt að hafa einhvern á sínum aldri hérna, þeir eru algjör yndi. En allavega... Við fórum í Welcome back BBQ fyrir alla nemendur skólans og váá hvað það voru margir! Hamborgarar, pulsur, grænmeti og salat, snakk, gos, ís og allur pakkinn. Veðrið var geðveeikt svo við nutum þess bara að sitja í sólinni með kalda Pepsi og snakkpoka :)

BBQ 

BBQ 

BBQ 

Síðan kom til okkar strákur sem bauð okkur í prufur fyrir rokk accapella grúppu (eins og í Pitch Perfect já) , þessar prufur eru 25-28. sept og við ætlum alveg klárlega að skella okkur!! Þegar grillið var búið var komið að því að hitta leiðbeinandann okkar til að fá stundaskrárnar afhentar og ég er vægast sagt með geðveika stundaskrá! Ég fer aldrei í meira en 3 tíma á dag og á fimmtudögum er ég bara í einum tíma  klukkan 9 og svo á ég bara frí restina af deginum.

Stundaskrá

Music application & theory - tónfræði, nótnaskrift og fleira í þeim dúr

Ear training - tónheyrn

Private instruction - einkasöng tímar

Music tech - rafræn vinnsla tónlistar, Pro Tools, Logic og fleira. Ég labbaði framhjá kennslustofunni fyrir þessa tíma í gær, sjiitt hvað hún er kúl! DJ-borð hjá öllum og allt!

Ensamble - samspil. Ég er sett í R&B, Popp/rokk og jass samspli, gæææti ekki verið betra!!

Writing and communication - ensku tímar (ég slepp við ensku fyrir útlendinga, fjúkk)

Artistry, creativity and inqury -  Eitthvað svipað og lífsleiknin í FVA 

 ------------------

Við fórum til stelpnanna eftir þetta og gerðum okkur til fyrir kvöldið. Það var að vísu ekkert alveg planað hvert ætti að fara en það átti bara að koma í ljós. Þegar leið á kvöldið fór íbúðin algjörlega að troðfyllast af fólki sem við höfðum aldrei séð eða heyrt um svo þær enduðu á því að reka næstum því alla út. Við vorum ca 10 eftir og röltum þá í miðbænum í átt að einhverju partýi sem vinur eins stráks í hópnum var að halda. Á leiðinni stoppuðum við fyrir utan eitthvað hús til að tala við fólk sem endaði einhvernveginn með því að okkur var boðið inn í partý. Það var nú meira!! Bara eins og college partýin eru í kvikmyndunum, fólk aallstaðar, tónlist í botni, drykkir í boði fyrir alla, fólk að dansa upp á borðum og strákar að dirty dansa við stelpurnar upp við veggina! Ég hló smá fyrst, fannst þetta svo óraunverulegt en þegar við hættum að spá í þessu þá var þetta bara sjúklega gaman :D En eins og vill svo oft gerast hérna úti þá fréttist það að löggan væri á leiðinni til að slútta þessari gleði svo við létum okkur hverfa. Ég frétti svo frá vini mínum að löggan hafi komið bara örstuttu eftir að við fórum svo það var klárlega góð ákvörðun hjá okkur að fara. Við stoppuðum til að fá okkur pizzu á stað sem er í sömu byggingu og heimavistin okkar og opinn fram á nótt, hveeersu nice! Fékk alveg riisa pepperoni pizzusneið á 300 kall, það kalla ég alveg ágætis díl bara. 

Laugardagur 

Það er einn snillingur í hópnum sem er rosalega góður kokkur, ég sagði frá því í seinasta bloggi þegar hann eldaði kvöldmat handa öllum um daginn, hann toppaði það algjörlega í morgun þegar hann hringdi í okkur og sagði að hann væri klár með brunch handa okkur. Við mættum í stelpuíbúðina þar sem hann var í óðaönn við að steikja beikon.

Brunch 

Oh hvað þetta var gott!! Og ekkert smá kósý, öll inní stofu að rifja upp gærkvöldið með góðan mat og góða tónlist. Svo tókum við bara hóplögn og sváfum í svona klukkutíma. Eins og ég var örugglega búin að minnast á áður þá búa fjórar stelpur í þessari íbúð sem er bara frábært een málið er að ein þeirra er frá Kóreu og talar aldrei (já líka eins og í Pitch Perfect) svo hún hengur alltaf bara inni í herbergi þegar við erum þarna greyið, örugglega ömurlegt að vera með 3 stelpum í íbúð þegar maður kann ekki ensku. Anyways, þegar við vorum öll vöknuð röltum við tilbaka uppá vist og erum núna bara búnar að horfa á þætti og liggja í leti, til þess eru helgarnar er það ekki? Förum svo bráðum að gera okkur klárar fyrir kvöldið, erum búin að fá boð í M.I.T. partý (Massachusetts Institute of Technology), það kemur sér svo vel að eiga vini með sambönd! Ef þetta verður eitthvað svipað og í gær þá erum við in for a good night!

 

Boston að næturlagiBoston að næturlagi

 

Well, well elsku þið...

until next time  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

The Big City Life!

Höfundur

Inga María Hjartardóttir
Inga María Hjartardóttir

Tvítug Skagastelpa búsett í Boston

http://www.gofundme.com/icelandersdream

Instagram

 

https://www.facebook.com/pages/JINKS/1589805677910069?ref=hl

https://www.facebook.com/ingamariamusic

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 10958948 10204508160438789 1484180612164671503 n
  • 10292452 10205212350724180 4114475717200765479 n
  • 10262108 10205254374814756 5443135461524799509 n
  • 10920901 10205254376534799 5476972113740283482 n
  • 10410312 10205254381334919 2096869922838297616 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband