Ég er svo heppin!

 Oft hefur nú verið frá mörgu að segja en aldrei eins og núna held ég! Vá hvað seinustu vikur eru búnar að vera skemmtilegar!

 

Ég lenti morguninn 20. des heima og þar beið yndislega fjölskyldan mín eftir mér til að sækja mig. Við skutluðum gamla í vinnuna en mamma fékk frí og kom heim með okkur. Ég kíkti á Elísu og ,,hjálpaði" við bakstur. Fór svo og heimsótti nánast allt uppáhalds fólkið mitt og var að vonum mjög þreytt um kvöldið þar sem að ég gat ekkert sofið í fluginu. Daginn eftir var komið að útskriftum! Við Stefanía þræddum hvorki meira né minna en fimm veislur! Við Elísa, Maren og kærastar tókum smá spilakvöld áður en við fórum svo í partý til Veru. Þaðan var að sjálfsögðu haldið á Kaupfélagið. 

 IMAG2062#1

Sunnudagurinn var ægilegur þynnkudagur enda ekki skrítið miðað við magn þess sem var torgað kvöldið áður! Ég mætti svo ofboðslega hress og tilbúin í gleðina uppí álver á mánudeginum! Fyrsta vaktin var furðu góð og maður hafði nú ekki miklu gleymt þrátt fyrir að hafa verið smeyk um það. Ég varð veik á aðfangadag og svaf eiginlega allt aðfangadagskvöl af mér. Gat ekki mætt í vinnuna daignn eftir en kláraði þó seinustu næturvaktina. Eftir hana var bara komið helgarfrí aftur. Þá var kominn tími til að fagna 22 ára afmæli minnar bestu! 

IMAG2100

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég fór í hin ýmsu matarboð um allan bæ en hann Alexander krútti minn stóð nú sennilega uppúr þar með algjörlega geðveikan mat! 

IMAG2125 

Nýárið gekk í garð og við Solla stóðum að sjálfsögðu vaktina við Þrettándabrennuna eins og okkur einum er lagið. Alltaf jafn gaman af því, rafmagnið fór meira að segja af í einu laginu, bara gaman :P 

1389030179585 

Við smelltum svo í eitt spilakvöld, krakkarnir úr vinnunni sem endaði svo bara sem hrikalega skemmtilegt kvöld! Mikið hlegið enda ekkert nema snillingar í þessum hópi! 

IMAG2128

Ég gat náttúrulega ekki farið úr landi án þess að kíkja á þessi OFURKRÚTT ♥ 

IMAG2150

 

Ég flaug út 16. janúar og jesús, alveg topp5 leiðinlegasta flug sem ég hef farið í! Það endaði í því að vera næstum 7 tímar í staðin fyrir rúmlega 5 & 1/2. Ofboðslega sterkur mótvindur og allt í volæði. En jú, ég komst víst á leiðarenda og tilfinningin að vera komin aftur var æðisleg. Ég tók taxa uppá vist og bara eitt orð. . Ég er algjörlega gjörsamlega ástfangin af þessari byggingu!!! Við erum að sjálfsögðu á efstu hæð með besta útsýni borgarinnar, alveg klárlega! Ég kom inn í herbergið okkar og langaði að öskra af gleði! það var búið að færa kassana okkar, ískápinn og örbylgjuofninn. Ég kveikti á tölvunni, setti á Vampire Diaries og byrjaði að taka úr kössunum. Það tók nú sinn tíma en niðurstaðan varð semsagt eftirfarandi:  

IMAG2157#1
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Herbergið er vægast sagt æðislegt og ég skal koma með betri myndir í næsta bloggið þegar við erum búnar að setja ljósin upp. Jonah var sem betur fer kominn út líka svo daginn eftir röltum við í Bed, Bath & Beyond og versluum aðeins í herbergin okkar. Veðrið var alveg geðveikt, nokkrar gráður í + og brakandi sól. 
 
IMAG2161
 
Laugardaginn 18. jan komu svo mínar 3 uppáhalds. Mikið var nú gaman að sjá þær :D Hótelið þeirra var bókstaflega hinumegin við götuna, hefði án gríns ekki getað verið nær. Við fórum í Whole Foods og keyptum smá pre-afmælisköku sem var alveg hrikalega góð!  
IMAG2174
 
Það var skó nóg verslað og skoðað, H&M með rosalega útsölu þar sem maður var að fá gallabuxur á $2.50 eða um 300 kr!!! Ég er ennþá ógeðslega sátt með það :P 
IMAG2193
 
Það var erfitt að kveðja þessar fallegu á þriðjudaginn :( Æðislega kósý að hafa þær hér og hefði haldið þeim í nokkra daga í viðbót hefði ég fengið að ráða :P 
IMAG2197 
 
Bara rétt eftir að þær fóru fengu allir nemendur sms þar sem stóð að miðvikudaginn 22. janúar yrði enginn skóli þar sem að það var búið að spá svo rosalegri snjókommu! Við glöddumst að sjálfsögðu þrátt fyrir að ég hafi verið smá svekkt að hafa ekki komist í tíma, ég er nú að borga nóg fyrir þá:P en því til fagnaðar var hent í smá teiti sem var mjög vel heppnað. 
 
Annars eru þeir tímar sem ég hef farið í so far alveg hrikalega spennandi og ég get eiginlega ekki beðið með að fara í fleiri. Ég er með sömu tónheyrnar- og fræði kennara, sama söngkennara, rosa sætan sögukennara (skemmir ekki) og víst þann besta í ,,arranging".
Byggingin er geðveik, herbergið okkar er flawless, ég er með alla vini mína innan nokkra fermetra, ég er í áhugaverðum tímum og það er komið helgarfrí.  
 
Ég er svo heppin! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

The Big City Life!

Höfundur

Inga María Hjartardóttir
Inga María Hjartardóttir

Tvítug Skagastelpa búsett í Boston

http://www.gofundme.com/icelandersdream

Instagram

 

https://www.facebook.com/pages/JINKS/1589805677910069?ref=hl

https://www.facebook.com/ingamariamusic

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 10958948 10204508160438789 1484180612164671503 n
  • 10292452 10205212350724180 4114475717200765479 n
  • 10262108 10205254374814756 5443135461524799509 n
  • 10920901 10205254376534799 5476972113740283482 n
  • 10410312 10205254381334919 2096869922838297616 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband