Fyrstu dagarnir í skólanum

Lag dagsins:

 

 

Jæjaaa, núna er skólinn loksins byrjaður og tímarnir lofa alveg rosalega góðu! Það eru byggingar út um allt svo stundum getur verið hrikalega flókið að finna út hvar næsti tími er svo thank god fyrir Google Maps! 

 

Sunnudagurinn var svo ægilega ómerkilegur að ég ætla bara ekkert að skrifa um hann, héngum bara uppá herbergi með pakkanúðlur og kósý.

Mánudagurinn hinsvegar, þá fóru hlutirnir að gerast! Við Jessie vöktum frekar lengi sunnudagsnóttina til að bíða eftir hinum herbergisfélaganum okkar, Mari. Hún var einhverstaðar úti og svaraði ekki símanum sínum svo okkur stóð ekki alveg á sama. Hún skilaði sér þó eitthvað um 2 leytið svo ég steinrotaðist þá. Fyrsti tími á stundaskránni var klukkan 9 en það var furðu auðvelt að vakna, enda mikill spenningur fyrir fyrsta skóladeginum! Við fórum í morgunmat en þar voru allir að deeyja úr stressi fyrir fyrstu tímunum sínum. Ég var furðu róleg, ég veit ekki alveg afhverju maður ætti að vera eitthvað stressaður, ég meina ef maður er með bygginguna og herbergisnúmerið á hreinu þá bara spyr maður staffið þangað til maður rambar á réttan stað. Svo eru allir sem við erum með í tímum nýjir hérna, við erum alls ekki ein í þessum sporum :)

Fyrsti tíminn minn var Music application and theory sem er í grunninn bara tónfræði. Kennarinn minn þar er alveg hrikalega svöl, soldill hippi í sér og voða róleg en engu að síður fairly ströng. Hún tók nafnahring til að leyfa fólki að kynna sig og það tók svona mest allan tímann. Þessi tími er 2 klst. sem er alveg soldið erfitt, ég meina, 2 tíma tími klukkan 9 á mánudagsmorgni... Best að passa sig á því að gera ekki neitt á sunnudögum er það ekki! Haha.. Hún tók svo smá svona kynningu á efni áfangans og úff.. Ég mun sko þurfa að hafa fyrir þessu! Ég vissi ekki einusinni hvað G-lykill heitir á ensku og frábært, ég er aftur búin að gleyma því... :P Það að ég kann ekki tónlistarheitin á ensku mun hindra mér aðeins en ég verð nú vonandi ekki lengi að ná því :) Eftir þennan tíma var ég með klukkutíma eyðu svo ég skaust aðeins uppá herbergi til að heyra hvernig fyrsti tíminn hjá stelpunum (Jessie og Mari) var. Ég tók stuttan hádegismat, leyfi mér aðeins og fékk mér pizzu, oooh þær eru svo góðar í þessu mötuneyti, það er hættulegt! Þá var komið að ear training 1 eða tónheyrn 1. Ég skil eiginlega ekki afhverju ég var sett í þennan  áfanga því þetta virkaði alveg hrikalega létt. Hrynur með í mesta lagi 8parts nótum og laglínur sem eru næstum því bara skalarnir í C-dúr, sem er (fyrir þá sem skilja ekkert hvað ég er að tala um) í rauninni bara það léttasta sem maður gerir. En á morgun og föstudag eru próf sem maður getur tekið til að komast upp á hærra level. Kennarinn í þessum tíma var líka mjög kúl, frekar ungur maður með hipster gleraugu og voða chill týpa. Við fórum uppá vist og fengum okkur örbylgju Mac'n'cheese sem er  alveg klárlega málið, háskólamaturinn sko! Ég tók stutt útihlaup, er farin að passa mig að gera það nógu snemma núna afþví ég týndist næstum því í fyrradag klukkan 8 um kvöldið í myrkrinu, kannski líka sterkur leikur að fara ákveðina leið í stað þess að hlaupa bara einhvert :P Það var mjög heitt úti og ég var greinilega ekki búin að drekka nóg svo í miðju hlaupi fór mig að svima aðeins. Þá rölti ég bara heim, tók kalda sturtu og drakk miiikið af vatni þegar ég kom aftur. Klukkan 19 var svo komið að fyrsta söngtímanum. Ég var pínu nervös því ég vissi eiginlega ekkert við hverju ég átti að búast. Ég bankaði á hurðina og við mér tók alveg yndisleg kona! Frekar smávaxin en með persónuleika á við fjóra, enda svört og veit sko alveg hvað hún vill. Hún byrjaði á því að hlusta aðeins á það sem ég hef verið að gera á YouTube til að fá smá tilfinningu fyrir því hver ég er. Ég útskýrði aðeins Completa Vocal Technique fyrir henni sem ég hef verið að læra seinustu 6 ár hjá henni Elfu minni.  Svo bað hún mig um að sýna sér dæmi um það sem ég hef verið að gera í tímum svo ég tók einhverja skala, raddæfingar, vocal breaks og fleira í slíkum dúr. Hún var mjög hrifin af því sem ég gerði svo hún vildi heyra mig taka And I am telling you sem var ótrúlega gaman. Hún gaf mér svo lag til að vinna í, Moody's Mood for Love, sjúklega kúl lag!

  

Restin af deginum/kvöldinu fór eiginlega bara í að ,,hanga" (rosa slæmt að ég geti ekki komið með betra orð, sorry..) Jessie, önnur stelpan sem er með mér í herbergi, er svona eiginlega að deita einn algjöran krútt spánverja (hlutirnir eru ekki lengi að gerast hérna haha) svo hann og strákarnir á hæðinni fyrir neðan voru hjá okkur eitthvað fram á kvöldið. Við hengdum upp fullt af myndum á veggina og skrifuðum svo lista yfir hluti sem okkur langar að kaupa fyrir herbergið eins og t.d. fisk! Förum vonandi og reddum því bráðum :D

 

Í dag var fyrsti tíminn ekki fyrr en klukkan 11 svo ég gat aðeins sofið út sem betur fer því ég var rosalega þreytt eftir gærdaginn. Sá tími var Intruduction to music tech sem mun kenna okkur að nota Pro Tools, Reason, Finale og fleiri forrit sem er frekar nauðsynlegt að kunna á í tónlistarheiminum. Þegar maður kemur í skólann kaupir maður software pakka sem inniheldur þá ProTools, Digital Performance, Reason, Finale og Office pakkann, algjör snilld að hafa þetta allt í tölvunni. Tíminn fór í kynningar og þar sem að við erum 30 í bekknum þá tók það eiginlega allan tímann. Kennaranum er greinilega alveg sama ef maður notar tölvurnar sínar í tíma svo ég nýtti smá stund til að skrifa þetta blog.. :P 

Á eftir klukkan 16 (20 á íslenskum tíma) er ég að fara í fyrsta samspilstímann. Það er R&B, pop/rock og jass samspil sem er alveg rugl spennandi, ég get ekki beðið!! Verður líka spennandi að sjá hvernig fólki ég lendi með. Eftir stöðuprófið í söngnum fékk ég 3.5 í overall einkunn sem var reyndar lækkað niður í 3 en ég hef það sem markmið að komast upp á stig 4 svo þá hef ég eitthvað til að vinna að á þessari önn. Bara til að útskýra það aftur þá stendur 3 fyrir önn 3, svo yfirallt eru mínir hæfileikar metnir á við nemanda á 3. önn sem er bara frábært :)

 

Á morgun er svo spáð meira en 30 stiga hita!!

 

Þar til næst :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

The Big City Life!

Höfundur

Inga María Hjartardóttir
Inga María Hjartardóttir

Tvítug Skagastelpa búsett í Boston

http://www.gofundme.com/icelandersdream

Instagram

 

https://www.facebook.com/pages/JINKS/1589805677910069?ref=hl

https://www.facebook.com/ingamariamusic

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 10958948 10204508160438789 1484180612164671503 n
  • 10292452 10205212350724180 4114475717200765479 n
  • 10262108 10205254374814756 5443135461524799509 n
  • 10920901 10205254376534799 5476972113740283482 n
  • 10410312 10205254381334919 2096869922838297616 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband