Mínútan í Berklee kostar 1 dollara og 40 sent!

Lag dagsins:

 

Ooooh hún er svo flott!!

 

Fun fact

Mínútan í Berklee kostar 1 dollara og 40 sent!

 

Jæjaa fólk! Mikið að gera hjá manni þessa dagana svo ég efndi ekki alveg loforðið um blogg annan hvern dag en það stendur allt til bóta!

 

Ég fór í fyrsta samspilstímann minn á þriðjudaginn og vá hvað ég skemmti mér vel! Ég er sjúklega heppin með tíma, er eini söngvarinn sem er mjög óalgengt því yfirleitt eru söngvarar settir saman í samspil því við erum jú svo ótrúlega mörg. Það eru 3 gítarleikarar, einn bassi, einn trommari og ein stelpa á píanó. Þau eru öll súper krúttleg og kennarinn er algjör snillingur. Hann sagðist ætla að kalla þetta Inga's Project og mér leist nú bara aldeilis vel á það haha! Við spiluðum 3 lög,  The Game of Love, Sir Duke og Josie sem ég kunni þegar eftir samspilið heima. Kennarinn spurði mig hver væri minn uppáhalds artisti og ég sagði Beyoncé, þá sagði hann já frábært, ég er með nokkur lög eftir hana, við tökum þau í næstu viku, uuuuu get ekki beðið eftir að fara í tímann!! Þetta eru 2 klst tímar svo það er nægur tími til að vinna í nokkrum lögum. Svo verða tónleikar í lok annarinnar með því sem veðrur svona best of dæmi. Ég fór út alveg í sæluvímu og beint í æfinga herbergin til að æfa lögin. 

 

Miðvikudagur 

Veðurspáin fyrir miðvikudaginn hljóðaði upp á sjúklega heitan dag og viiiti menn, það rættist bara algjörlega. Ég vaknaði kl 9:30 í svitabaði svo ég fór bara á fætur og settist aðeins á gólfið fyrir framan viftuna svo það myndi ekki líða yfir mig þarna. Stelpurnar voru farnar í tíma svo ég hafði það bara rólegt þar til klukkan varð rétt fyrir 11 til að fara þá í tíma. Ég nennti ómögulega að labba í sólinni til að fara í morgunmat svo ég gerði mér hafragraut í örbylgjunni, klæddi mig svo í víðan kjól til að geta verið úti haha.

Á leiðinni í skólann 

Tímarnir tveir (tónfræði og tónheyrn) liðu hratt svo ég var komin upp á herbergi áður en ég vissi af. Þar var algjörlega ólíft svo ég fór niður í æfingaherbergin og var þar eiginlega þar til það var komið að kvöldmat. Klukkan 6 var svo komið að fyrsta enskutímanum. Þeir eru 3 klst svo ég vissi ekki alveg við hverju ég átti að búast. Við settumst inn og biðum í ca 5 minutur eftir kennaranum. Hann afsakaði sig alveg hægri vinstri á því að vera svona seinn en svo fórum við að sjálfsögðu í gegnum klassíska kenningaferlið, Hi my name is Inga and I'm a vocalist from Iceland. I play the guitar and piano and I coach gymnastics and like to cook when I'm not working on my music. Alltaf það sama sem maður segir haha. Það kom í ljós að það ertöframaður í hópnum sem mun klárlega gera þessa tíma mun skemmtilegri í vetur. Hann var að sjálfsögðu með spilastokk á sér og sýndi okkur einn spilagaldur, hrikalega góður í því sem hann gerir. Við fengum korters pásu og skelltum okkur á Starbucks á meðan, jömmí :) 

Þegar ég kom heim voru stelpurnar farnar að gera sig til því það átti að kíkja eitthvað út. Við hittumst öll í íbúð stelpnanna og röltum svo af stað niðrí bæ. Vinkona okkar á vin í MIT sem var búinn að bjóða okkur í,,frat party" sem eru haldin í bræðrafélagshúsum skólans. Fínasta partý en við fórum snemma þar sem að það var nú skóli daginn eftir. 

Ég og Mari (annar herbergisfélaginn) 

 

Fimmtudagur 

 Fyrsti og eini tíminn var klukkan 9-11. Mjög erfitt að vakna eftir kvöldið áður og þreytan sagði mjög til sín í þessum langa og leiðinlega tíma. Það eina sem við gerðum var að hlusta á kennarann tala um sjálfan sig í tvo tíma, ég meina auðvitað dottar maður við það.. :P Ég fór í hádegismat eftir tímann og svo uppá vist til að leggja mig aðeins. Fór svo út að hlaupa og skellti mér svo í smá bæjarrölt. 

Svooo gaman að búa rétt hjá H&M!

Fór í bankann að útrétta aðeins og kíkti svo aðeins við hjá vinum mínum í H&M og Forever 21. 

Hafði óvenju mikin hemil á mér og keypti ekki neitt.  Ekki mikið að gerast þennan dag svo lengri verða ekki skrifin um hann.

 

Föstudagur 

Tveir tímar á stundaskránni fyrir þennan dag. Tónfræði kl 11 og tónheyrn kl 12. Þeir liðu mjög hratt og þegar ég var búin að borða hádegismat fór ég strax uppá herbergi til að klára heimavinnuna fyrir helgina. Mikið ofboðslega var það góð tilfinning að vera bara búin og þurfa ekki að klára allt í gær (sunnudag) eins og hinir hehe :) Við hittumst í íbúðinni hjá stelpunum og vorum þar meira og minna allan daginn, einn tók upp gítarinn sinn og fór eitthvað að raula með honum, svo áður en við vissum af vorum við farin að syngja 4 raddað með beat boxara og aallan pakkann, ég elska þetta umhverfi og þetta fáránlega hæfileikaríka fólk! Þegar við vorum búin að borða fórum við aftur í íbúðina því jú það átti að partýast. Við vorum hrikalega lengi að koma okkur út svo enn og aftur lentum við í því að partýin voru búin þegar við komum þangað (löggan er snögg að koma og stoppa allt). Það var pínu bömmer en við fórum bara til baka, fengum okkur Cappy's pizza (heimsins mesta snilld) svo gistu tveir vinir okkar í herberginu hjá okkur. Þetta var búinn að vera mjög heitur dagur og þegar við vorum orðin 5 í herberginu var það eiginlega bara ólíft svo við vorum öll meira og minna andvaka.

 

Laugardagur 

Við dröttuðumst á fætur um hádegi og fórum í mat. Þaðan fórum við uppáherbergi aftur til að skipta um föt og eitthvað því við ætluðum á tónleika. 

Endalaust mannhaf

Gavin DeGraw, Backstreet Boys og Of Monsters and Menvoru með fría tónleika í almenningsgarði hérna rétt hjá. Svæðið opnaði kl 1 og tónleikarnir áttu að byrja kl 4. Enn og aftur vorum við pínu kærulaus og lögðum allt of seint af stað. Vorum komin á svæðið um 15:30 og þvílíkt og annað eins mannhaf!! Þau voru löngu hætt að hleypa fólki inn á svæðið svo við sátum fyrir utan þar sem maður sá eiginlega ekki neitt en heyrði reyndar vel.

Við sungum háátt með Gavin, In Love With a Girl, Chariot, I don't Wannabe, ekkert smá gaman að heyra þetta!

Krúttlegustu roommates :)

 

En við nenntum ekki að hanga þarna lengur, það var orðið soldið kallt og okkur sýndist rigningin vera alveg á næsta leyti. Við löbbuðum þá til baka, fórum í mat og viti menn, það var aftur komið að partý undirbúning. Í þetta skiptið var fullt af fólki í íbúðinni sem við höfðum ekki séð áður svo í þetta skiptið vorum við ekki lengi að reka alla út of komumst sjálf af stað á skikkanlegum tíma. Það var aftur búið að bjóða okkur í partý hjá MIT fólkinu og núna var það allt annað mál.

Svo gaman!! 

Beerpong, DJ-borð, bjórkútur, stelpur að gera sig að fífli og algjörir tappa strákar, nokkuð typical háskólapartý myndi ég segja. Hrikalega gaman og fullt af skemmtilegu fólki. Við vorum til að verða 2 og fórum svo bara að sofa.

 

Sunnudagur

Verið að elda

Það var ágætis skemmtanaskattur í gangi daginn eftir (já nú er kominn tími á smá partýpásu) svo við fengum okkur egg og beikon í brunch. Ég fór aftur uppáherbergi og lagði mig í ca 3 tíma haha. Það var agalega næs, ég lá svo bara og horfði á þætti og skype'aði fram að kvöldi. Vinur okkar ákvað svo að vera mesta yndi í heimi og elda aftur fyrir okkur. 

 

Hamborgarar voru það í þetta skiptið og alveg sjúklega góðir í þokkabót!! Þetta eru klárlega stundirnar sem maður á eftir að muna best, elda saman, spjalla, segja nokkrar hræðilegar draugasögur og bara gaman :)

 

 

 

 

 

 

 

 

Búnar að setja upp hilluna inná baði

Við vorum komnar uppá herbergi kl 23 og þá áttum við nú stórt verkefni fyrir höndum! 

Jessie var nýbúin að fá senda hillu til að setja upp inni á baðherbergi og það þurfti að skrúfa hana saman. Auðvitað redduðum við því eins og ekkert væri, með smá skakkaföllum kannski en það spilar ekkert inní! Hillan lúkkar hrikalega vel þarna inni á baði og við fórum mjög stoltar að sofa :P

 

 

 

 

 

Mánudagur 

Mánudagar verða sennilega alltaf erfiðustu dagar vikunnar, ég byrja á tveggja tíma tónfræði kl 9 og svo tónheyrn kl 12. Þetta hljómar ekki eins og mikið en tónfræðin er mjög strembin hérna þrátt fyrir að þetta sé bara level 1, það að kunna ekki ensku orðin fyrir tónfræðiheitin er náttúrulega soldið hindrandi en ég er og hef alltaf verið mjög flót að læra svo ég hef svosem ekki neinar brjálaðar áhyggjur. Ég kom ekki i þennan skóla með það í huga að þetta yrði eitthvað auðvelt :) Ég notaði eyðuna á milli tímanna til að læra og borða og æfði mig svo eftir það fyrir prufu sem ég fór í. Hún var fyrir Singer's Showcase sem eru tónleikar sem sýna þá allra bestu í söngdeildinni. Það er mjög sjaldgæft að nýnemar séu teknir inn en auðvitað tekur maður samt þátt! Það voru örugglega eitthvað um 200 sem tóku þátt en bara 25 sem eru teknir í call back auditions og þaðan enn færri sem fá að vera með í tónleikunum. Mér gekk mjög vel, tók Stúlkan sem starir á hafið og spilaði sjálf á píanó. Því miður var ég ekki kölluð í endurprufur enda átti ég nú ekki von á því :) Á fimmtudaginn eru svo aðrar prufur fyrir það sem er kallað Singer's Night. Við ætlum að fara fimm saman og taka Royals með Lorde, prófuðum að æfa það í gær og það hljómaði hrikalega vel! Bara spennandi.

 

Núna er ég bara að bíða eftir að fara í samspil og tíminn er eiginlega að líða allt of hægt, ég er svo spennt að fara haha!

 

Þar til næst ...  

 

Charles River er falleg!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

The Big City Life!

Höfundur

Inga María Hjartardóttir
Inga María Hjartardóttir

Tvítug Skagastelpa búsett í Boston

http://www.gofundme.com/icelandersdream

Instagram

 

https://www.facebook.com/pages/JINKS/1589805677910069?ref=hl

https://www.facebook.com/ingamariamusic

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 10958948 10204508160438789 1484180612164671503 n
  • 10292452 10205212350724180 4114475717200765479 n
  • 10262108 10205254374814756 5443135461524799509 n
  • 10920901 10205254376534799 5476972113740283482 n
  • 10410312 10205254381334919 2096869922838297616 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband