Þessum kennurum finnst mjög gaman að setja fyrir heimavinnu!

Lag dagsins:

 Fun fact:

*Hér rembast allir strákar við að verða næsti John Mayer en þeir virðast gleyma því að PSY gekk líka í þennan skóla svo kannski það sé eitthvað til að eltast frekar við!

 

Ókei svo ég er að fá kvartanir um bloggleysi sem eiga reyndar alveg rétt á sér. Kennurunum hér finnst ægilega gaman að demba á mann alveg helvítis hellings heimavinnu á hverjum degi en ætli maður læri ekki betur þannig :) 

Eins og ég segi þá er búið að vera mjög mikið að gera hjá mér þessa dagana. Ég bókaði loksins flugmiðann minn heim um jólin en það verður 19. des. Seinasti skóladagurinn hjá okkur er reyndar 20. des en flugmiðinn þann daginn kostar ekki nema 84.000 svo ég er búin að fá leyfi hjá öllum kennurunum mínum til að fá að sleppa seinasta deginum og fljúga þá 19. des í staðinn. Sparaði mér þar rúmlega 30.000 krónur! 

Ég hef svosem ekki mikið að segja frá hinu daglega lífi. Tímarnir eru flest allir skemmtilegir en allir mjög áhugaverðir. Ég var soldið að ströggla með tónheyrnina í byrjun afþví hérna er mjög mikið lagt uppúr svokölluðu ,,solfege" sem er þá do re mi fa so la ti do. Ég hef sjaldan notað það svo það tók mig smá tíma að sætta mig við það. Nún hinsvegar, eftir nokkra klukkutíma af æfingum, er ég nokkurnveginn búin að ná tökum á þessu dæmi og þá er lífið svo miklu auðveldara hérna! Tónheyrnar tímarnir eru margfalt auðveldari og skapið þar af leiðandi léttara :P Tónfræðin er ennþá soldið erfið en samt alls ekkert óviðráðanlegt. Ég þarf bara að finna tímann og þolinmæðina til að setjast niður við píanóið og læra öll tónbilin (þrí, fer og fimmundir til að byrja með) utan af. 

Mánu- og þriðjudagar eru eiginlega mínir uppáhalds hvað skólann varðar, þá er einkatíminn og samspilið mitt. Miðviðkudagar eru allt í lagi en þriggja klukkutíma enska á kvöldin er kannski full mikið af því góða. Þrátt fyrir að við fáum góða 30 min pásu til að fara á Starbucks eða eitthvað þá er þetta samt langur tími sem maður þarf að halda einbeitingu svona seint á daginn. Við byrjum alla tíma á því að gera eina ritæfingu. Um það bil 85% bekkjarins hafa ensku sem sitt móðurmál sem gerir það að verkum að  þeirra sögur, ljóð eða ritanir verða mjög flottar og vel skrifaðar. Við eigum síðan að bjóðast til að lesa okkar verkefni upp og ef enginn gerir það þá velur kennarinn einhvern til þess. Ég hef alltaf verið góð í ensku en mig bara langar ekkert að lesa minn byrjendastigs texta eftir að þessir snillingar eru búnir að lesa upp sín tilfinningaþrungnu ljóð eða æpandi góðar sögur. Andrúmsloftið í þessum tímum er þó mjög gott, það er enginn að fara að dæma þig ef þú kemur með eitthvað lélegt, engu að síður þá langar mann að komast á þetta sama stig og hinir. Bannað að bera sig saman við hina, ég veit, ég veit :) Séérstaklega í svona skóla þar sem án djóks ALLIR eru brjálæðislega hæfileikaríkir.

Ég ætla að fara í prufur á morgun fyrir Pitch Slapped a capella hópinn í skólanum. Þau eru bara með 4 laus pláss, 2 fyrir hvort kynið og þar sem að það ganga 4500 manns í skólann og söngdeildin er þar lang stærst þá á maður ekki mikla möguleika.

Pitch+Slapped+pitchslapped 

Ég var soldið efins um þetta og var mikið að hugsa um hvað allir hinir ætla að syngja og hvernig ég myndi koma út miðað við þau. Svo fór ég í söngtímann minn í gær og kennarinn minn talaði mig algjörlega inn á aðra braut! Auðvitað á ég ekkert að vera að pæla í öllum hinum! Ég er hérna afþví ég er góð í því sem ég geri, ég er hérna afþví ég skar mig út frá öllum þeim 7 eða 8000 sem sóttum um, ég er hérna afþví ég hef brennandi áhuga á því sem ég geri. Ég ætla að labba inn í þessar prufur með allt þetta í huganum og ég ætla ekki einusinni að pæla  í hinum sem eru þarna líka. Ég er mjög spennt að sjá hvernig þetta fer og vonandi fæ ég allavega call backs :) Fingers crossed.

Það er aðeins farið að kólna úti, morgnarnir eru frekar kaldir, ca 10°C. Ég veit að heima er það mjög hlýtt þannig séð en hérna er loftið svo rakt að allur hiti eða kuldi margfaldast. Við sem erum í söngdeildinni þurfum að fara extra varlega útaf röddinni. Ekki fara út þegar það er kallt án trefils og passa að spritta hendurnar ef maður ungengst fólk með mikið kvef eða hósta. Maður komst inn á röddinni svo maður þarf að halda henni góðri! Ég tók að sjálfsögðu með mér lýsi og tek það á hverjum morgni.

Ég pantaði mér föt frá Forever 21 í gær, bara afþví það er svooo gaman að fá föt send. Þetta var nú bara einn bolur og eina peysa og kostaði saman 23 dollara sem eru ca 2800 kr. guuuð hvað ég elska hvað allt er ódýrt hérna! Um daginn keypti ég mér t.d. lítið 2ja áttunda MIDI hljómborð til að nota við heimavinnu á $100 sem er 12.000 kr. Þetta fengi maður aldrei undir 20.000 heima! 

Verið að klára heimavinnuna 

Föstudagur 

Ég fór í tónfærði- og heyrn um morguninn og var svo búin kl 1. Við fórum öll saman í hádegismat og hengum þar í næstum 2 tíma enda allir búnir fyrir daginn og lítið annað að gera. Ég og einn vinur minn fórum í litla rækt sem er hérna rétt hjá fyrir Berklee nemendur. Hún er nú ekkert til að hrópa húrra fyrir en það er frítt að fara þangað svo ég ætla ekkert að kvarta. Ég hef verið ágætlega dugleg að fara út að hlaupa þessar vikur sem ég hef verið hérna en aldrei farið í ræktina svo það voru ágætis harðsperrur þarna daginn eftir! Við tókum stutta lögn uppáherbergi í rúman klukkutíma og vorum svo bara í rólegheitum fram að kvöldmat. Jessie og ég fórum svo uppáherbergi aftur og Taylor, stelpa sem býr líka á campus kom með okkur. Taylor fór að krulla hárið á Jessie sem endaði í því að taka aaðeins og mikinn tíma svo að eins og vanalega vorum við ekki komin út fyrr en allt of seint. Við fórum í íbúðina hjá stelpunum og byrjuðum á Beer Pong þegar klukkan var að verða 11. Við vissum alveg að það var orðið allt of seint að fara út til að finna einhver partý svo að vinur vinar okkar bauð okkur að koma í íbúðina hjá sér sem við þáðum með þökkum :P Við vorum þar í ca 2 tíma, allir heimsins drykkjuleikir prófaðir og mjög gaman. Við fluttum okkur svo öll yfir í aðra íbúð rétt hjá og vorum þar til ca 4 en þá nennti ég ekki meir og við stelpurnar fórum heim.

Á laugardaginn vöknuðum við um hádegi og fórum öll saman í hádegismat. Það er svo kósý hvernig við náum eiginlega alltaf að hittast öll í mat, sitjum yfirleitt á sama stað í matsalnum, á efri hæðinni svo maður getur alltaf séð hvort einhver af okkur sé kominn þegar maður labbar inn :) Upprunalega planið var að fara á hafnaboltaleik á laugardeginum. Nemendur í Berklee geta fengið miða á $10 en við föttuðum ekki að fara á föstudeginum (héldum að það væri líka selt á laugardögum) svo það var víst orðið of seint að redda því. Við ætlum samt klárlega að fara seinna! Þess í stað fórum við og keyptum nammig og horfðum á mynd í íbúðinni. Annar strákanna á hæðinni fyrir neðan okkur fékk svo sms um partý um kvöldið. Vinur hans á bróðir í bræðrafélagi eins háskóla hérna og hann mátti bjóða fólki með sér, eða stelpum réttara sagt haha!  Í smsinu sagði að dresscode'ið væri fancy svo við fórum allar stelpurnar og klæddum okkur upp, hælar og gerviaugnhár, classic.

IMAG1534 

Ég, Jason (sem býr á hæðinni fyrir neðan), Natasha fyrir ofan, Taylor að beygja sig og Jessie önnur þeirra sem er með mér í herbergi :) 

Háskólinn var frekar langt í burtu svo við þurfum að taka 2 lestir þangað, það tók að vísu alls ekki langan tíma. Hins vegar var labbið frá lestarstöðinni og í partýið mjög langt, næstum hálftími svo þær sem voru í háum hælum voru orðnar freekar þreyttar í löppunum. En að lokum komumst við þangað sem betur fer! Þeir voru ekki alveg á því að hleypa okkur inn fyrst en með smá suði breyttu þeir um skoðun :P Þetta hús var riiiiiisa stórt!! Á þremur hæðum + kjallari þar sem var DJ, það var líka DJ á fyrstu hæðinni og á hinum tveimur voru svefn-, sjónvarps- og baðherbergi, stórar stofur og eitthvað fleira. Það var allt fullt af fólki og alveg hrikalega góð stemning!

IMAG1547 

En eins og með öll önnur partý var löggan ekki lengi að komast á slóðir um það, við náðum að vera þarna í næstum 2 tíma áður en þetta teiti var stoppað. Það getur verið mjög alvarlegt ef löggan kemur að krökkum sem eru í kringum áfengi og undir 21 árs hvað þá ef maður er ekki frá Bandaríkjunum svo við svona hálfpartinn hlupum í burtu haha! Við tókum leigubíl til baka á Boylston Street (gatan sem Berklee er m.a. á) og þar var annað partý í gangi, afmælisveisla stráks í skólanum. Við kíktum þangað inn í svona hálftíma en þá var bara kominn tími á að koma herbergisfélga mínum heim haha :) Mari var úti með öðrum vinum svo við Jessie tókum Cappy's með uppá herbergi og átum sneiðarnar með bestu lyst! Svo kósý bara við tvær aðeins að spjalla í friði :) 

Sunnudagurinn fór bara í að klára smá heimavinnu, útihlaup og leti. Svo fínt að taka svoleiðis daga inn á milli :) Kítki reyndar í Whole Foods líka og keypti smá brauð og eitthvað til að hafa uppá herbergi þegar maður verður svangur en nennir ekki að labba uppí skóla.

Endalaust úrval af góðum hráefnum í Whole Foods! 

Ég fór svo með strákunum á neðri hæðinni á 5 Guys sem er hamborgarastaður hérna rétt hjá. Frekar ódýr miðað við gæði myndi ég segja, hamborgari með 2x kjöti, og öllu mögulegu meðlæti á 700 kall! Klárlega staður sem ég mun fara með gesti á :P

Það komu 2 brunabílar og allt

Á mánudaginn vaknaði ég rétt fyrir 8 og var mætt í morgunmat 8:30 með Jessie. Við vorum búnar að fá okkur skál af hafragraut og vorum bókstaflega að setjast niður með það þegar brunabjallan fer í gang! Venjulega kippir maður sér ekkert mikið upp við það en um leið og hún hringdi hlupu allir út úr matsalnum. Við vorum báðar mjöög svangar og hálfsofandi ennþá svo við vorum ekki beint sáttar haha. Það voru allir reknir út á gangstétt og við þurftum að bíða þar í örugglega ca. 40 mínútur.

Við föttuðum eftir svona hálftíma að það er kaffihús rétt hjá þar sem við getum látið strauja Berklee kortið okkar fyrir mat alveg eins og í matsalnum. Ég fékk mér mjög góða jógúrt með múslí og deginum var þar með bjargað :)

 

 

 

 

 

 

 

 

Lengra verður það ekki núna  

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

The Big City Life!

Höfundur

Inga María Hjartardóttir
Inga María Hjartardóttir

Tvítug Skagastelpa búsett í Boston

http://www.gofundme.com/icelandersdream

Instagram

 

https://www.facebook.com/pages/JINKS/1589805677910069?ref=hl

https://www.facebook.com/ingamariamusic

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 10958948 10204508160438789 1484180612164671503 n
  • 10292452 10205212350724180 4114475717200765479 n
  • 10262108 10205254374814756 5443135461524799509 n
  • 10920901 10205254376534799 5476972113740283482 n
  • 10410312 10205254381334919 2096869922838297616 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband