Commit today, contribute tomorrow

Lag dagsins:

 

 

Fun fact

Í Berklee eru nemendur frá 91 landi, flestir innflytjendurnir eru frá Kóreu 

Það er 1 kennari á hverja 8 nemendur

 

Jææja mitt fallega fólk! Fyrir það fyrsta, takk fyrir að lesa bloggið! Svo gaman þegar fólk nennir að fylgjast með mér og öllu því sem er í gangi hérna í Ameríkunni :)

 

Ég fór á miðvikudaginn og lét skrifa undir I-20 formið mitt (hluti af VISA vegabréfs veseninu) svo að ég megi nú fara úr landi um jólin. Ég hafði ekki hugmynd um að ég þyrfti að gera þetta en sem betur fer er Jessie frá Kanada svo hún minnti mig á þetta og við fórum saman. Dagurinn var bara frekar rólegur, ég fór heim eftir undirritunina og kláraði heimavinnu í tónfræði, úff allt of mikið sett fyrir en þegar ég loksins gat sest niður og einbeitt mér þá var ég svosem ekkert svo lengi með þetta. Þriggja tíma enskutíminn minn var svo næst á dagskrá kl 6. Ég hljóp þaðan yfir í prufur fyrir a capella hópinn í skólanum. Það byrjaði kl 20 svo að þegar ég kom loksins kl 21:10 þá voru mjög margir á undan mér. Ég var númer 35 í röðinni og beið til 23:15 en þá fór ég inn. Eins og gerist oft seint á kvöldin þá var röddin mín alveg komin í rugl, hálf ,,sofnuð" eiginlega. Þar af leiðandi var prufan ekki jafn góð og ég hafði vonast eftir, gekk alls ekki illa en ekki jafn vel og ég vildi heldur.  En ég var alls ekkert að svekkja mig á því, ég er bara á fyrstu önninni minni og bara um að gera að safna sem mestri reynslu! 

Fimmtudagurinn byrjaði á 9:00 tíma sem er alltaf jafn erfitt þegar allir hinir eru kl 11... :P Það var hinsvegar ekki venjulegur tími heldur var Patrice Rushen komin til að tala við okkur. Ég hafði aldrei heyrt um hana áður og var því ekki jafn star struck og margir vinir mínir en frásögn hennar var alveg ótrúleg! Það sem hún hefur ekki gert! Ég tengdi link við nafnið hennar á wiki síðu um hana og ég mæli sterklega með því að fólk lesi sér til um hana. Ótrúleg manneskja! Fyrirlestur hennar var rosalega hvetjandi fyrir okkur nýnemana og það gengu allir út alveg peppaðir í drasl haha!

Lokaorðin hennar voru:

Commit today, contribute tomorrow 

Mann langaði bara að segja amen og preach og allt þetta haha!

Við skeltum okkur súperpeppuð í hádegismat og svo fór restin af deginum eiginlega bara í heimanám. Klukkan 5 tókum við leigubíl yfir brúnna til að fara á tónleika vinar okkar. Þeir voru með útitónleika á vegum Berklee sem eru alltaf vikulega á sama staðnum. Við fengum okkur Starbucks og hlustuðum í rúman klukkutíma, ekkert smá kósý :) Tókum svo leigubíl heim aftur og beint í afmælispartý eins bekkjarfélaga okkar. 

 

Á föstudaginn fór ég í fyrsta tónheyrnarprófið mitt. Úff... Kennarinn spilaði allt svo hratt og bara allt í gegn, varla neinar pásur á milli til að hugsa svo ég skildi eina og eina nótu eftir því ég bjóst við því að hann myndi spila allt yfir einu sinni enn, neinei hann var ekkert að því, hrifsaði bara af okkur blöðin svo ég og vinur minn horfðum bara á hvort annað með þessum æi sjitt svip haha! Ég var komin í helgarfrí kl 1 svo ég og Jessie kítkum aðeins niður í bæ bara upp á djókið. Hún keypti sér 2 boli, 1 peysu og 1 klút en ég lét það alveg vera enda fatasending á leiðinni til mín frá Forever 21 :D:D 

Um kvöldið buðum við svo nokkrum yfir í íbúðina hjá stelpunum, spiluðum Beer Pong og tónlist fram eftir kvöldi, mjög gaman :)

Ég lá svo nánast allan laugardaginn uppí rúmmi, ein heima, með snakk og ídýfu, Breaking Bad og letin í hámarki, svo nice! fór í kvöldmat um 6 leytið og svo heim til stelpnanna þar sem við fórum síðan í aðra íbúð hérna rétt hjá. Lögðum af stað heim rétt fyrir 2 til að ná Cappy's áður en þeir loka kl 2... :))

 

Í kvöld ætlum við svo að hafa movie night þar sem það á að horfa á The Conjuring! Mikið ofboðslega hlakka ég til að verða ógeðslega hrædd haha! 

 

Until next... xx 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

The Big City Life!

Höfundur

Inga María Hjartardóttir
Inga María Hjartardóttir

Tvítug Skagastelpa búsett í Boston

http://www.gofundme.com/icelandersdream

Instagram

 

https://www.facebook.com/pages/JINKS/1589805677910069?ref=hl

https://www.facebook.com/ingamariamusic

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 10958948 10204508160438789 1484180612164671503 n
  • 10292452 10205212350724180 4114475717200765479 n
  • 10262108 10205254374814756 5443135461524799509 n
  • 10920901 10205254376534799 5476972113740283482 n
  • 10410312 10205254381334919 2096869922838297616 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband