Ennþá 20°C í október

Lag dagsins:

 

Funny fact (datt ekkert í hug svo ég neyddist til að googla...)

  • Over 3 million people globally every month search for something online with the words interesting facts in it according to the most popular search engine.
  • Many people who read the word yawn or yawning begin to feel the urge to yawn.

    (varð að henda þessu seinna með!)

 

Stundum hundleiðist mér á daginn... Ég hef aldrei á minni ævi bara þurft að mæta í skólann og ekkert annað, ég hef alltaf æft einhverja íþrótt með, mætt í tónlistarskólann, farið að þjálfa, mætt á Björgunarsveitafund, farið að vinna og svo framvegis og svo framvegis! Það að ég hafi svona mikinn frítíma fannst mér snilld í byrjun en það er bara ekkert gaman við þetta haha! Það er að vísu ágætis slatti af heimavinnu en samt er það í rauninni ekkert meira en var á seinustu önn hjá mér í FVA. Að vísu var ég í 9 áföngum en núna er ég miklu skipulagðari og metnaðurinn er svo miklu meiri að ég klára alltaf heimanámið strax.

Í fyrradag ákvað ég þó að gera eitthvað í þessum málum og skráði mig í ræktina, LOKSINS! Ég hef ekkert farið í ræktina síðan á Íslandi, bara farið út að hlaupa, svo vellíðanin í gær var óendanleg! Þetta er svona hæfilega stór rækt, sú elsta í Boston svo að allir veggir eru úr dökkum við og mjöög hátt til loftsins. Það er verið að byggja sundlaug á þessum stað sem er mjög jákvætt! Hlaupabrettin eru eiginlega það besta við þetta, þau eru með skjá þar sem þú getur fyrir það fyrsta fylgst með öllum framförum, vegalengd, kaloríubrennslu, hraða, meðalhraða lalala allt þetta stöff. Svo ef þér leiðist þá getur þú annað hvort tengt iPodinn/iPhoneinn við skjáinn og valið lögin þín þaðan eða einfaldlega horft á sjónvarpsþátt. Ég fór aftur í ræktina í dag og horfði á einn American Dad þátt. Maður gleymir sér alveg og hleypur þar af leiðandi lengur áður en maður fattar að þreytan sé að segja til sín. Snilld. 

 

Sunnudagurinn var annars mjög fínn. Það vöknuðu allir frekar þunnir svo ég var ægilega sátt með þá ákvörðun að hafa ekki verið í glasi kvöldið áður. Ég held að líkaminn sé kominn með soldið nóg af því, hann er farinn að stoppa mig af. Sunnudagsbrunchinn klikkaði ekki frekar en vanalega og við fórum svo öll heim að læra. Flestir höfðu frekar mikið að læra svo við kláruðum það öll áður en við fórum í mat. Eftir matinn komum við við í Tedeschi til að kaupa eitthvað kvöldsnarl fyrir movie kvöldið okkar. Við kipptum Ben & Jerry's og Hot Tamales með okkur og fórum niður í TV herbergið í kjallaranum. Við ætluðum upprunalega að horfa á The Conjuring en þar sem að season finale af Breaking Bad var á dagskrá var að sjálfsögðu ekki hægt að horfa á neitt annað! Ég er bara komin á seríu 3 en þar sem að örugglega 98% nemenda skólans horfa á þessa þætti ákvað ég að skemma soldið fyrir mér og horfa bara beint á lokaþáttinn! Hann olli svo sannarlega ekki vonbrigðum. Vinur minn fyllti inn í eyðurnar fyrir mig, útskýrði sumt og sagði frá nýjum karakterum í þáttunum. Það var almennt mjög mikil ánægja með þáttinn og ég bara hrósa aðstandendum þáttanna fyrir góð endalok!

 

Það er alveg víst að mánudagsmorgnar eru þeir erfiðustu! Því miður vill oft verða svolítið erfitt að halda augunum opnum í tveggja tíma tónfræðinni klukkan 9 en fyrst við fáum 10 mínútna pásu þá gerist það bærilegra :) Röddin mín var í rúst þegar ég vaknaði þennan dag sem er ekki aaalveg það sem ég hef þolinmæði fyrir akkúrat núna. Hálsinn var fullur af einhverju ógeði og stundum kom varla hljóð þegar ég reyndi að tala. Ég fékk klukkutíma pásu 11-12 svo ég og Harrison (sá sami og útskýrði Breaking Bad fyrir mér) fórum í hádegismat þar sem ég sötraði heitt hunangs te eins og ég fengi borgað fyrir það. Við tókum bara stuttan hádegismat því næst á dagskrá var tónheyrnarpróf. Fólk var parað saman fyrir prófið en Harrison er með mér í þeim tímum og við fengum að vera tvö og tvö. Prófið samanstóð af áður séðum sem og óséðum nótnalestri (syngja nótur af blaði) og svo fleira sem ég ætla ekkert að fara nánar út í en það var s.s. mjög mikilvægt að röddin væri ekki að trufla mig. Með möörgum ræskingum (raddkennarinn minn skammaði mig fyrir það btw.. haha) tókst mér að hreinsa hálsinn og koma mér í gírinn. Prófið gekk nokkuð vel hjá okkur, smá ruglingur með do,re,mi en við erum bæði að vinna með það í fyrsta skipti ævi okkar svo það er svo sem ekkert skrítið. Ég kláraði tónfræði heimavinnuna og fór svo með Jessie og Taylor til að skrá okkur í ræktaráskrift. Það var tekið vel á móti okkur og okkur sýnt öll fríðindi sem fylgja því að vera meðlimur. Stelpurnar fóru aftur til baka í tíma en ég varð eftir og tók, eins og áður sagði, fyrsta almennilega ræktartímann minn. Yndislegt! Ég skokkaði til baka, fór í sturtu og beint í kvöldmat. Söngtíminn minn var kl 19 en kennarinn minn sá það strax á mér að ég var engan veginn í nógu góðu standi til að syngja. Hún hálfpartinn rak mig heim aftur og gaf mér annan tíma daginn eftir. Ég var mjög þakklát fyrir það :) Ótrúlega fyndið hvað hún er farin að þekkja mig og kunna á mig eftir svona stuttan tíma! Algjör snillingur þessi kona!! Ég fékk þau fyrirmæli að fara heim, setja á mig trefil, sjóða mér te og stein þegja :P Sem og ég gerði. Á leiðinni heim kom ég reyndar við í CVS og keypti allt sem ég vona að muni hjálpa mér að halda kvefinu í burtu. Hálsbrjóstsykrar, C-vítamín, Gypsy Cold Care te og hvaðeina. Eitthvað hefur þetta haft að segja því nú líður mér mun betur :)

 

Ég var mjög glöð þegar ég vaknaði á þriðjudagsmorguninn að finna hvað röddin var mikið skárri. Ég þarf einfaldlega að vera mjög varkár. Það þýðir fyrir það fyrsta ekki að fara út hvert kvöld sama hvort það sé yfir á næstu hæð eða í partý. Ég þarf að taka róleg kvöld heima líka. Einnig þýðir ekkert fyrir mig að fara dag eftir dag í æfingaherbergin og gaula þar fram í rauðann dauðann. Þótt það sé eiginlega það skemmtilegasta sem ég geri þá bara þolir hálsinn ekki svona mikið álag alla daga. Passa upp á sig númer 1, 2 og 3 :) Við Maddy fórum í Music Technology tíma þar sem var verið að kenna okkur á GarageBand í tvo tíma, vúúppíí... Við vorum báðar bara á online shopping síðum allan tímann :P

Seinna um daginn var komið að samspilinu mínu. Ég kveið því aðeins því röddin var enn ekki komin í nægilega gott stand. Það eru nokkur erfið lög í spilun hjá okkur þ.á.m. Love on Top með Beyoncé. Ég bað um að fá að sleppa því í þetta skiptið og það var ekkert mál. Eftir tæpan klukkutíma var röddin komin í betra stand og ég var farin að geta sungið almennilega :) Við tókum m.a. reggae útgáfu af Try eftir Pink, djöfull hljómaði það vel afsakið orðbragðið :) Ég fór í mat og svo í söngtímann minn sem við færðum. Hann gekk líka vel og ég fór mjög hamingjusöm að sofa Smile

 

Í gær svaf ég til 10:30 og fannst meira að segja erfitt að vakna þá, er það nú... Það var heitt úti þegar ég labbaði í tónfræði, mjög góð tilfinning. Þar sem að við Harrison tókum okkar próf á mánudaginn þurftum við ekki að mæta í gær, mjög nice! Ég nýtti þennan auka tíma í að læra aðeins, horfði á einn Orange is the New Black og fór svo aftur í ræktina. Ég tók efrilíkama æfingu og labbaði hálf skjálfhent út, langt síðan hendurnar hafa fengið að finna fyrir því :P Jessie beið eftir mér þegar ég kom til baka með verkefni sem hana vantaði hjálp með, við kláruðum það, hún fór í tíma og ég kláraði Music tech verkefnið mitt. Eins og alla miðvikudaga tók ég snemmbúinn kvöldmat og fór svo í þriggja tíma enskugleðina kl 18. Þegar ég kom heim voru flestir af okkar fólki í herberginu okkar svo við ákvaðum að fara niður í æfingaherbergin og jamma soldið! Hrikalega gaman, meirað segja nokkrir aðrir sem búa hérna komu og spiluðu með okkur. það er ekkert pláss í þessum herbergjum svo við opnuðum bara fram á gang og spiluðum öll saman :)

 

Þar til næst Heart 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

The Big City Life!

Höfundur

Inga María Hjartardóttir
Inga María Hjartardóttir

Tvítug Skagastelpa búsett í Boston

http://www.gofundme.com/icelandersdream

Instagram

 

https://www.facebook.com/pages/JINKS/1589805677910069?ref=hl

https://www.facebook.com/ingamariamusic

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 10958948 10204508160438789 1484180612164671503 n
  • 10292452 10205212350724180 4114475717200765479 n
  • 10262108 10205254374814756 5443135461524799509 n
  • 10920901 10205254376534799 5476972113740283482 n
  • 10410312 10205254381334919 2096869922838297616 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband