Long time no blog... :)

Lag dagsins:

 

Langt síðan síðast, ég veit, ég veit. Það var kom algjörlega í bakið á mér að væla um að það væri lítið að gera í seinasta bloggi því allir dagar síðan þá hafa verið algjörlega pakkaðir! Ég ætla ekkert að fara mikið útí það sem gerðist í seinustu viku, allir dagarnir voru pretty much skóli, læra, ræktin og sofa.

 Á fimmtudaginn fyrir viku hinsvegar komu mínir yndislegu foreldrar loksins í heimsókn!! :) Ég var búin að hlakka til svooo lengi! Ég kláraði alla heimavinnu fyrirfram svo ég gat notað allan fimmtudaginn til að taka til í herberginu svo allt yrði nú fínt fyrir gömlu. Ég tók lestina kl 18 upp á flugvöll, þurfti að taka tvær lestar og eina rútu. Að sjálfsögðu viltist ég á leiðinni en fyrir einskæra heppni og nokkra hjálpsama einstaklinga komst ég á leiðarenda. Fluginu hjá Icelandair seinkaði lítillega svo ég þurfti að bíða í svolitla stund en þau voru komin út áður en ég vissi af. Þvílíkir fagnaðarfundir!! Eftir ótal knús og nokkur gleðitár settumst við uppí Taxa og fórum með töskurnar upp á herbergið þeirra. Þau gistu á Bed & Breakfast bara hérna rétt hjá skólanum, voða kósý staður. Eftir að þau voru búin að koma sér fyrir fórum við uppá herbergi til mín til að kynna þau fyrir Jessie. Hungrið var farið að segja til sín svo ég sýndi þeim CVS og Whole Foods hérna í nágrenninu.

Mamma með vöffluna sína

Á föstudaginn vaknaði ég snemma aldrei þessu vant og bauð gömlu upp á morgunmat í matsalnum. Það er eins og ég hef skrifað um áður úr nægu að velja en belgíska vöfflujárnið held ég að hafi staðið uppúr. Nutella, smjör & sýróp og hnetusmjör & sulta. 

Þetta fannst okkur ekki leiðinlegt! Gömlu fóru og kíktu svo í búðir á meðan ég kláraði smávegis heimalærdóm og fór í tíma. Jessie kom svo og hitti mig upp í skóla og við fórum öll fjögur á Pret A Manger eftir tíma hjá mér, staðurinn okkar mömmu! Svoo gott :) Södd og sæl röltum við yfir í The Prudential Center sem er mollið hérna í nágrenninu. Það var svosem ekki mikið að skoða þar enda mikið um svona heldri manna búðir.

Duck Tour bílabáturinn á leiðinni niður í ánna

Þaðan fórum við í Duck Tour sem var alveg hrikalega gaman :) Keyrt um alla borgina og farið út á Charles River líka, bara gaman að sjá meira af borginni! Að því loknu var að sjálfsögðu kíkt aðeins í búðir aftur og við enduðum svo daginn á hinum fínasta veitingastað þar sem ég og pabbi fengum einn stærsta borgara sem ég hef séð. Kláraði hann samt eins og mér einni var lagið... :P 

 

 

 

 

 Laugardagsins hlakkaði ég mjög til, þá átti sko að fara að versla! Ég var rekin á fætur rétt fyrir átta og komin út í bílinn sem við legðum rúmlega átta. Þá áttum við ca. 40 mínútna akstur fyrir okkur en ég svaf eiginlegla alla leiðina, safna kröftum sko! 

IMAG1628

Við byrjuðum á því að koma við á Dunkin Donuts og svo byrjaði brjálæðið! Það eru fááránlega margar búðir þarna en við byrjuðum öll saman í Under Armour outletinu. Eitt orð, VÁ. Svo ódýrt, svo litríkt, svo gaman!! Ég verslaði fullt af útsöluvörum en mátti ekki vera að því að staldra mikið lengur við því það var svo margt annað sem þurfti að skoða! Við ákváðum að hittast kl 1 fyrir utan Burberry's svo ég hafði rúma 3 tíma til að skoða allt sem mig lysti! Snilldin var að í Under Armour fengum við bakpoka undir fötin sem við keyptum í stað venjulegs innkaupapoka svo allt annað sem maður keypti smellpassaði þar! Agalega hentugt :D Eins og gefur að skilja fannst mér þetta oooofboðslega gaman, bara ein í friði að skoða eins lengi eða stutt og mér hentaði. Ég kom kl 1 með troðfullan poka fyrir utan Burberry's og hitti gömlu. Þar gerði ég stutta útreikninga og komst að því að ég átti töluvert mikið eftir af þeim pening sem ég hafði gert ráð fyrir að eyða GLEÐI! Það þýddi bara eitt, ég þyrfti að skoða búðirnar aðeins betur. Við pabbi fórum aftur í Under Armour og ég keypti mér hluti sem voru ekki á útsölu en ég meina, hita/hlaupa/snilldarpeys og mjög flottar hlaupabuxur á 13.000 kall? Það er náttúrulega bara djók :D

Mamma komin með körfuna og tilbúin í þetta!

Að öllu verslunarstússi loknu keyrðum við í næsta Target, fengum okkur pizzu og eyddum svo tæpum 2 tímum þar bara að skoða. Ég keypti ýmislegt sem vantaði í herbergið, baðherbergismottu og skógeymslu til dæmis. Pabbi fór út í bíl og lagði sig á meðan við mamma kláruðum að skoða. Fórum svo og keyptum okkur pastasalat og keyrðum heim. Eftir tískusýningu uppá herbergi hjá gömlu fór ég uppá mitt herbergi og sofnaði snemma.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sunnudagurinn fór meira og minna í að rölta Newbury street. Við vorum svosem ekkert að versla neitt brjálæðislega mikið en engu að síður gaman að rölta í góða veðrinu :) Fórum svo á sushi stað í hádeginu, rosalega góður matur!

IMAG1657 

Áfram hélt búðaröltið þar til við vorum eiginlega orðin of þreytt bara, þá fórum við í matsalinn og ég bauð þeim í kvöldmat, óvenju góður matur meira að segja! Aftur fór ég uppá herbergi hjá þeim þar sem við lágum bara í kósý að spjalla, ómetanlegar stundir verð ég að segja! Ég fór til baka á vistina og hringdi í Jessie á Skype. Hún fór til Kanada yfir kanadísku þakkargjarðarhátíðina og við söknuðum hvor annarar sorglega mikið hahah :) Ég fór með tölvuna niðrí kjallara þar sem nokkrir af vinum okkar voru að spila saman, Jessie var þarna með okkur í tölvunni allt kvöldið, frekar fyndið en mjög gaman. Nokkrir af þeim komu svo uppá herbergi fyrir smá tetíma eins og við tökum á næstumþví hverju kvöldi, orðin frekar skemmtileg hefði hjá okkur :)

 

Á mánudaginn var Columbus day svo ég þurfti ekki að mæta í skólann. Um morguninn komu mamma og pabbi með allar töskurnar upp á herbergi til mín því þau þurftu að tékka sig út fyrir kl 11. Við röltum svo í morgunmat þar sem það var að sjálfsögðu fengið sér vöfflu aftur! Þaðan fórum við á lestarstöðina og tókum lest lengra niðrí bæ.

IMAG1682 Byrjuðum á að labba Chinatown og fórum svo um almenningsgarðinn þar sem við settumst niður með McDonalds. Hef ekki fengið Macca síðan í London í febrúar svo það voru fagnaðarfundir.. :P við fórum svo bara aftur uppá herbergi hjá mér og tókum því rólega þar til leigubíllinn kom að sækja þau. Mikið ofboðslega rosalega leiðilega erfitt var nú að segja bless :( Mörg tár sem runnu niður kinnina þarna úti á miðri götu. Ég fór inn og bíllinn keyrði í burtu, ég hljóp upp stigann í þeirri von um að ég myndi ekki rekast á neinn með augun rauð og tárin á kinnunum haha. Sem betur fer á ég yndislega vini hérna sem komu uppá herbergi til mín og héldu mér félagsskap því hvorki Mari né Jessie voru heima. Restina af kvöldinu var ég svo í æfingaherbergjunum.

 

 

 

 

 

 

 

Þessi vika er líka búin að vera nokkuð pökkuð. Hún var hræðilega fljót að líða!! Ég er dugleg að mæta í ræktina og er farin að plana dagana mína vel enda veitir ekki af þar sem midterms eru í nánd!! Úff það verður nú eitthvað :) Í kvöld er "black tie theme" partý hérna neðar í götunni og mikil stemning fyrir því enda langt síðan við höfum öll eytt tíma saman almennilega!

IMAG1653 

Ég veerð að fara að æfa mig núna svo blogið verður ekki lengra að þessu sinni en mig langaði bara að þakka mömmu og pabba fyrir ÆÐISLEGA helgi. Það var yndislegt að hafa þau hérna, algjörlega ómetanlegar stundir og rosalega gaman að vera einkabarn í smá stund :):) Hlakka óendanlega til eftir næstum akkúrat tvo mánuði þegar ég fæ að sjá þau aftur ♥ 

IMAG1671 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

The Big City Life!

Höfundur

Inga María Hjartardóttir
Inga María Hjartardóttir

Tvítug Skagastelpa búsett í Boston

http://www.gofundme.com/icelandersdream

Instagram

 

https://www.facebook.com/pages/JINKS/1589805677910069?ref=hl

https://www.facebook.com/ingamariamusic

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 10958948 10204508160438789 1484180612164671503 n
  • 10292452 10205212350724180 4114475717200765479 n
  • 10262108 10205254374814756 5443135461524799509 n
  • 10920901 10205254376534799 5476972113740283482 n
  • 10410312 10205254381334919 2096869922838297616 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband