Miðannapróf, Hrekkjavaka og margt fleira :)

Lag dagsins:

 

 

Það er búið að vera mikið um að vera hérna seinstu dagana svo ég hef ekki gefið mér mikinn tíma í að blogga en nú er bara einfaldlega komið að því að deila þessu öllusaman með ykkur!

Það sem er meðal annars búið að ganga á er fínnifatapartý þar sem stelpurnar klæddu sig í fínustu kjólana og strákarnir í jakkafötin. Partýið var hrikalega skemmtilegt, í þriggja hæða húsi þar sem efsta hæðin var einfaldlega þakið og þar voru allir og dönsuðu.

1383873_10202245801850467_481505197_n

Daginn eftir það fórum við í Toga partý sem var algjörlega misheppnað, aaaallt of margir í svona lítilli íbúð, rosalega heitt og sveitt svo við stoppuðum ekki mikið lengur en tvær mínútur. Sunnudaginn eftir það vorum við Jessie vaktar við símhringingu frá vini okkar þar sem að hann var búin að elda morgunmat handa okkur öllum. Egg og beikon, súkkulaðibita pönnukökur og kartöflubitar, ljúffengt. Við stoppuðum ekki lengi þar sem við áttum mikla heimavinnu eftir en um kvöldið fórum við í CVS, keyptum ís og buðum nokkrum vel völdum upp á herbergi fyrir smá sunnudagsís. 

Ég geri alltaf sömu mistök og fer allt of seint að sofa á sunnudögum. Mánudagsmorguninn var einn sá þreyttasti sem ég hef upplifað en þar sem ég átti tíma kl 11 á þriðjudeginum þá náði ég nægum svefni og gat rétt mig soldið af. Ég fór og sótti ,,job offer" blað í þessari viku sem býður mér uppá vinnu við að aðstoða við inntökupróf og viðtök nýnema skólans. Ég fór líka að sækja um kennitölu sem ætti að vera að detta í gegn innan skamms.

Síðan þá hefur ekki verið neitt mikið að gerast sem vert er að segja frá. Jú, miðannaprófin voru í seinustu viku. Ég skil ekki alveg afhverju fólk er að blása þessi próf svona upp, þessi vika var bara hrikalega næs! Þegar maður var búinn að taka prófin þá þurfti maður ekki að  mæta í restina af tímunum svo ég hafði nægan tíma á daginn til að læra fyrir það næsta. Vissulega hentar þetta fyrirkomulag ekki öllum en fólk eins og ég sem er duglegt að skipuleggja tímann elskar svona daga. Ég fékk að meðaltali 9,6 í tónheyrn og 9,6 í tónfræðinni líka, 9,5 í ensku og á eftir að fá útúr music tech verkefninu mínur, jeij ég!

IMAG1747

 Seinasta helgi var rosaleg!! Hún byrjaði strax á miðvikudeginum þegar Red Sox unnu World Series! Fagnaðarlætin voru alveg svakaleg, fólk hljóp um allar götur, öskrandi og fagnandi. Allir klæddir í rautt með andlitsmálningu, með fána og fleira dót. En eins og oft vill gerast þá fóru fagnaðarlætin aðeins úr böndunum. Fólk fór að velta bílum og brjóta rúður og hlupu svo eins og eldurinn undan lögreglunni. Við vorum sem betur fer farin þegar þetta átti sér stað. Öryggisbúnaður var í algjöru hámarki, allar löggur á vakt og hvert sem maður sneri sér þá voru þau að fylgjast með. Meira að sejga sérsveitin var þarna! 

Ekki skemmdi það svo fyrir að sjá tourbussinn hans Drake! Hann var samt með einhverja stjörnustæla og vildi ekki fara út með öllu crewinu sínu fyrir framan hótelið svo hann lét keyra rútuna bakvið og fór inn þar. Gaman engu að síður :P 

 

 

 

 

Tourbusinn hjá Drake!

 

 

 

 

 

Á fimmtudaginn var svo komið að elsku Hrekkjavökunni! Ég fór í fyrsta og eina tímann klukkan 9 og þar sem að við vorum úti frekar seint kvöldið áður þá fór ég beint heim og lagði mig. Ægilega kósý. Vaknaði sv óvart eftir 3 & 1/2 tíma en bara þeimur hressari fyrir vikið.. :P ég fékk mér ,,hádegismat" klukkan 3 uppá herbergi og fór svo í ræktina. Eftir það var komið að kvöldmat þar sem það var búið að skreyta matsalinn hátt og lágt.

Matsalurinn skreyttur

 

Það var búningakeppni, nammi útum allt og pumpkin matur alls staðar, ótrúlegt hvað þau fá þessi grasker á heilann kringum þennan tíma! Við klæddum okkur að sjálfsögðu upp um kvöldið (ég var Sandy úr Grease) og fórum á bar þar sem vinkona okkar var með gig. Alveg hrikalega gaman, dansað og dansað þar til við vorum orðin svo þreytt að við fórum heim.

 Það var bara einn klukkutíma tími hjá mér á föstudeginum svo ég fór í ræktina eftir hann og svo beint heim að gera mig til enda mátti ég engan tíma missa! Til að gera langa sögu stutta þá tók það mig 4 klukkutíma að ,,kríta" hárið rautt, krulla það og spenna krullurnar svo upp. Það varð basicly allt rautt inná baðherbergi svo ég þreyf það, fékk mér sushi og smellti á mig make uppinu. Jason kom svo upp og við fórum yfir á Clearway. Þar tókum við nokkrar hópmyndir og röltum svo yfir í fyrirpartý áður en við fórum svo í alvöru partýið.

IMAG1766

 

Þar var allt pakkað af fólki og ég var ekki alveg að nenna því svo ég fór til baka uppá herbergi hjá mér og hjálpaði Jessie að gera sig klára því hún hafði verið á söngleikjaæfingu. Þegar hún var svo klár þá röltum við yfir (partýið var á sömu götu og við búum á). Það var ennþá alveg jafn mikið af fólki en ég var í mikið betra skapi svo það truflaði mig ekki lengur. Það voru allir í búningum og sumir sem höfðu lagt alveg hrikalega mikið í sína, elska metnaðinn í þessu fólki!

1455893_648160205224896_1934201053_n

 

 Ég tók því ofboðslega rólega á laugardeginum þar sem ég var eiginlega hálf lasin. Mikið hvað mig vantaði nú mömmu sín þá! En krúttlegu vinir mínir sáu um mig og héldu mér félagsskap.  Ég svaf meira og minna allan daginn þegar fólk var ekki hjá mér, lá svo bara uppí rúmmi og horfði á Friends.

Sunudagurinn fór eiginlega í það sama bara :P

 

Það er margt skemmtilegt framundan núna! Ég er byrjuð að undirbúa mig fyrir lokaprófin í söngnum, búin að velja 2 lög af þremur svo ég geti nú verið alveg 100% tilbúin. Björgvin er að koma í heimsókn eftir rétt rúmar 2 vikur, foreldrar Jessie líka, frumsýning á Footloose sem hún er með aðalhlutverkið í og svo margt fleira! En ég skal alveg viðurkenna það að ég er komin með svolitla heimþrá og er eiginlega farin að telja niður hvað það eru margir dagar þangað til ég kem heim, get ekki beðið :)

 

Until next... xx 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

The Big City Life!

Höfundur

Inga María Hjartardóttir
Inga María Hjartardóttir

Tvítug Skagastelpa búsett í Boston

http://www.gofundme.com/icelandersdream

Instagram

 

https://www.facebook.com/pages/JINKS/1589805677910069?ref=hl

https://www.facebook.com/ingamariamusic

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 10958948 10204508160438789 1484180612164671503 n
  • 10292452 10205212350724180 4114475717200765479 n
  • 10262108 10205254374814756 5443135461524799509 n
  • 10920901 10205254376534799 5476972113740283482 n
  • 10410312 10205254381334919 2096869922838297616 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband