Farið að kólna og glitta í smá snjó!

Lag dagsins:

 

Góðan dagiiinn :)

 

Lífið er gott í Boston núna :) Það er farið að kólna hressilega og fyrstu snjókornin létu víst sjá sig í morgun, ég var þó sofandi og missti af því. Einhvernveginn hef ég þó á tilfinningunni að það sé ekki langt í næstu snjókommu. Þetta er agalega óvenjulegt fyrir Íslendingin mig að það komi enn einn og einn dagur þar sem maður getur farið út á peysunni, nóvember er hálfnáður hérna, bring it!

Röddin er búin að vera góð undanfarina daga sem ég er afskaplega þakklát fyrir, það er ekkert sjálfsagt að vera í góðu standi því það er svo margt sem getur komið í veg fyrir það. Rosalega breytilegt veður, sífelld flensa að ganga, þurrt loft á heimavistinni og það sem er eiginlega verst er að maður getur svo takmarkað æft sig því maður þarf eiginlega sífellt að vera að passa og ,,spara" röddina. Þetta getur verið rosalega erfitt stundum því mann langar jú helst bara að æfa sig allan daginn, ég er reyndar heppin að spila líka á píanó og gítar og get því yfirleitt haft eitthvað til að æfa. Reyndar fór ég að finna fyrir smá verk í úlnliðnum um daginn en það er ofboðslega algengt hérna sérstaklega hjá þeim sem spila á píanó sem aðalhljóðfæri. Allar þessar breytingar eru jú miklar, ég er ekki vön að sitja við píanóið 3 tíma á dag og spila en það er bara svo gaman að ég læt þennan verk algjörlega sem vind um eyru þjóta.. :) 

Ég er svo heppin með söngkennara hérna, hún er algjört æði! Hún er klárlega tough love týpan og notar margar mjög skrítnar kennsluaðferðir eins og t.d. að láta mig syngja á fjórum fótum! En við náum rosalega vel saman og hún er snillingur í að fá mig til að gera hluti sem mér hefði aldrei dottið í hug að ég gæti gert. Um daginn t.d. var ég að syngja lag sem fór upp á hátt G, fyrir mér er það mjög hátt þar sem ég hef aldrei sungið klassískt. Hún lét mig svo fá annað lag sem var skrifað í einni tóntegund en sungið í annari svo ég vissi í rauninni ekki nákvæmlega hvaða nótur ég var að syngja. Í því lagi fór ég upp á hátt A án þess að blikka. Þar með var hún búin að ,,plata" mig til að syngja hærra en ég hélt að ég gæti. Fyndið hvað hausinn á okkur getur oft verið takmarkandi fyrir okkur.
Hún sagði m.a. við mig um daginn: ,,it's like I gave birth to you my self!". Hún er æði :)

Seinasta helgi var löng vegna Veterans Day sem var í gær. Sá dagur er haldinn til að minnast þeirra sem börðust í stríði fyrir Bandaríkin ef ég man rétt. Fyrir flestum er þetta bara afsökun til að sofa út á mánudegi haha. Ég nýtti tímann svosem ekkert sérstaklega vel, jú kláraði smá heimavinnu og svaf svo bara aldeilis heilan helling! Svosem ágætt að sofa nóg, stór hluti af því að vera hress og með röddina í lagi.

Ég er eiginlega hissa á því hvað ég sé lítið af jóladóti núna þegar nóvember er hálfnaður. Kannski er Boston bara þannig borg en ég hafði einhvernveginn alltaf séð það fyrir mér að jólin kæmu í september hérna úti. En núna þar sem að Hrekkjavakan er búin og Þakkargjarðarhátíðin nálgast þá má maður nú örugglega fara að búast við einhverju skrauti hér og þar. Mig vantar bara smá snjó og þá er ég rosa glöð. 

 

Mig vantaði svo aðeins að skrifa svona almennt blogg, í rauninni var þessi vika bara ofboðslega venjuleg og ekkert (sem ég man akkúrat núna allavega) nýtt þannig sem gerðist. En eins og ég sagði seinast þá er margt mjög skemmtilegt framundan svo næstu blogg verða vonandi viðburðameiri :D

 

♥♥♥ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

The Big City Life!

Höfundur

Inga María Hjartardóttir
Inga María Hjartardóttir

Tvítug Skagastelpa búsett í Boston

http://www.gofundme.com/icelandersdream

Instagram

 

https://www.facebook.com/pages/JINKS/1589805677910069?ref=hl

https://www.facebook.com/ingamariamusic

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 10958948 10204508160438789 1484180612164671503 n
  • 10292452 10205212350724180 4114475717200765479 n
  • 10262108 10205254374814756 5443135461524799509 n
  • 10920901 10205254376534799 5476972113740283482 n
  • 10410312 10205254381334919 2096869922838297616 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband