Mánuður í heimkomu!

Lag dagsins:

 

  

Ég hreinlega skil ekki veðrið hérna. Í gær voru mest 19°c úti, við fórum bara á peysunum í skólann og á hlírabolum í ræktina. Reyndar var smá vindur á leiðinni heim úr ræktinni svo þá fór smá hrollur um mann en í meina kommon, nóvember farinn að líða á seinni hlutann og ennþá svona skrítið veður? Svo í dag eru svona kannski 2°c úti og mjög kaldur vindur. Eins gott að maður eigi mikið úrval af yfirhöfnum hérna :P

Það er svo skrítið að hugsa til þess að eftir akkúrat mánuð mun ég vera á fullu í að pakka niður öllu herberginu og á leiðinni í flug heim!! Ég á flug 20:30 um kvöldið 19. des en þar sem að flugið er rúmir 5 tímar og tímamismunurinn einnig 5 tímar þá mun ég ekki lenda fyrr en 7:30 heima. Æ hvað ég hlakka nú til ♥ 

Við Jess gátum svo loksins ákveðið okkur með flutninga eftir mjög miklar vangaveltur! Við höfum ákveðið að færa okkur yfir í 160 Massachusettes Avenue sem er glæný bygging á vegum skólans. Þetta er fyrsta byggingin sem er byggð sérstaklega fyrir Berklee, allar hinar eru fyrrverandi hótel, kirkjur eða eitthvað álíka fyndið :P Það er allt splunku nýtt þarna! Rúmgóð herbergi, risa sjónvarpsherbergi, 2 hæða matsalur, líkamsræktarstöð, þónokkur æfingaherbergi, stúdíó og svo framvegis og svo framvegis! Mesta snilldin við þetta er svo að áður en við förum (s.s. 19. des fyrir mig) verðum við að pakka öllu niður í 5 kassa sem þau skaffa fyrir okkur, merkja þá rækilega og skilja þá svo eftir í herberginu. Við förum svo heim í jólafrí og á meðan kemur fólk og flytur allt dótið fyrir okkur svo að þegar við komum aftur í janúar þá verður allt dótið okkar komið uppá nýja herbergið og við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur! :) Þetta mun koma sér snilldar vel því að nokkrar af mínum uppáhalds eru að koma í heimsókn 17. jan svo ég verð enga stund að koma mér fyrir áður en þær koma :D

Svo styttist nú í næstu heimsókn! Björgvin er á leiðinni á fimmtudaginn, váá hvað tíminn er að líða hratt hérna! Verður æði að hafa gest hérna, kaffihús, verslunarferð, bíó, Footloose og partý, það verður nóg að gera hjá okkur :D

Mér er búið að vera að ganga ofboðslega vel í söngtímunum mínum og ég finns sjálf að ég er búin að taka gríðarlegum framförum. Kennarinn minn minntist á það í gær að ég sé búin að bæta mig alveg heilan helling síðan í haust, mér þótti mjög vænt um að heyra það :) Samspilið mitt er líka alveg að rúlla eins og smurð vél! Algjör snilld! Ég hlakka alltaf til að fara þangað. Seinasta skipti var alveg einstaklega gott þar sem að við vorum öll svo tilbúin eitthvað, búin að hita upp og stilla áður en við mættum og tókum svo bilað gott rennsli á öllum lögunum! Ég er að fá peninga minna virði hérna alla daga, mikið eeelska ég þennan skóla!! 

Ég er auðvitað farin að hlakka mjög til að koma heim. Þrátt fyrir að ég elski að vera hérna úti og eeelski allt fólkið hérna þá hlakka ég mjög til að fá mitt eigið herbergi þar sem að enginn heldur fyrir mér vöku á kvöldin og enginn hrýtur.... :P Það verður líka gott að vera hjá mömmu og pabba. Ég hef aldrei farið að heiman lengur en eina viku í senn svo þetta var mjög stórt skref fyrir mig og mjög þroskandi! Alltaf veðrur það samt gott að koma heim í mömmu og pabba fang :):) mun alltaf vera sama litla barnið inn í mér, skal alveg viðurkenna það.

Svo styttist í þakkargjarðarhátíðina! Það ætla náttúrulega meira og minna allir heim en við sem verðum eftir ætlum að reyna að elda saman og hafa soldið kósý :) Þýðir ekkert að vera eitthvað einmana um Thanksgiving! Það verður bara gaman :) Svo eftir þá býst ég við að jólaherferðin bresti harkalega á! Mikið hlakka ég til þess :D stalst til að byrja að hlust á nokkur jólalög í gær, ofboðslega gaaamaan :)

 

þar til næst xx 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært hvað gengur vel hjá þér Inga.  Þú ert svo flott. Hlakka til að ná vonandi að hitta þig um jólin og plata þig að spila fyrir okkur lag. Kannski lög :)

 Knús til  Boston frá Lundi. 

Sessa

Sessa (IP-tala skráð) 29.11.2013 kl. 10:28

2 Smámynd: Inga María Hjartardóttir

Takk fyrir það, við hljótum að smella í einn Svíja dinner :)

Knúús :)

Inga María Hjartardóttir, 1.12.2013 kl. 02:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

The Big City Life!

Höfundur

Inga María Hjartardóttir
Inga María Hjartardóttir

Tvítug Skagastelpa búsett í Boston

http://www.gofundme.com/icelandersdream

Instagram

 

https://www.facebook.com/pages/JINKS/1589805677910069?ref=hl

https://www.facebook.com/ingamariamusic

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 10958948 10204508160438789 1484180612164671503 n
  • 10292452 10205212350724180 4114475717200765479 n
  • 10262108 10205254374814756 5443135461524799509 n
  • 10920901 10205254376534799 5476972113740283482 n
  • 10410312 10205254381334919 2096869922838297616 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband