It's beginning to look a lot like Christmas

Lag dagsins:

 

 ♥♥♥

 

Það er alveg ofboðslega  margt sem ég þarf að segja ykkur frá núna! Veit varla hvar á að byrja..!

 

Jú byrjum á heimsókn sem ég fékk í lok nóvember. Björgvin krútt kom 21. nóv og ég fór að sjálfsögðu út á völl til að sækja hann. Þar beið ég í næstum tvo tíma og var í lokin farin að hafa áhyggjur af því að hafa misst af honum. En hann skilaði sér nú á endanum. Við tókum að sjálfsögðu morgunmat Berklee style á föstudags morgninum, ég fór svo í tíma á meðan hann kítki í búðir. Við skeltum okkur svo í bíó á Hungurleikana og þaðan beint á Footloose þar sem Jessie dúllan mín var með aðalhlutverkið :D Rosalega flott sýning sem var algjörlega gerð af nemendum, ekki ein einasta manneskja kom að þessu sem var ekki nemandi, hrikalega gaman :) Við fórum svo eftir sýninguna á Clearway þar sem hann hitti mína nánustu vini :)

Við tókum laugardaginn snemma, náðum í bílaleigu bílinn kl 10 og brunuðum i Wrentham Outlet Malls. Afskaplega nóg verslað þar trúið mér! og mér fannst alveg furðu gaman að vera bara að hjálpa en ekki að versla sjálf. Þegar hann var búinn að versla nægju sína keyrðum við aðeins um og fórum svo til baka þar sem hann fékk að vesenast í 2 tíma við að skila bévítans bílnum á meðan ég fór í dinner með foreldrum Jessie. Kvöldið endaði svo í því að verða frekar misheppnað þar sem að partýið sem við ætluðum í failaði algjörlega, við vorum því komin heim frekar snemma bara.

Maturinn á Cheescake

Sunnudagurinn var einn sá kaldasti sem ég hef vitað, úff!! Við röltm Newbury street, kíktum í nokkrar búðir og dóum pretty much úr kulda. 

Settumst svo inn á Cheescake Factory og fengum okkur hádegismat. Ég pantaði sem betur fer ,,lítin skammt" og fékk svo stærsta matardisk nokkurntíma! Dugði mér sem hádegismatur 2svar og  restina borðaði ég svo í kvöldmat á mánudeginum.Ég fór upp á hótel herbergið hans á meðan hann fór að finna bjór. Það reyndist ætla að verða aðeins erfiðara en við bjuggumst við, förum ekkert nánar út í það.. :P En bjórinn fékk hann á leiðinni í mat :)

IMAG1843

 Við fórum á Longhorn steakhouse og jeeesúús hvað þ

að var gott!! Ein besta steik sem ég hef fengið með humarfylltum rækjum og fleiru guðdómlegu meðlæti :P

Á mánudeginum fór ég í tíma 9-11, fékk frí í 12-1 tímanum svo við gátum farið aðeins á Newbury aftur. Fórum á Pavement, lang lang besta kaffihúsið hérna. Fórum aðeins í þær búðir sem átti eftir að skoða og komum svo við í Ben 'n Jerry's á leiðinni til baka. Síðan var komið að kveðjustund, það er nú alltaf jafn skrambi leiðinlegt en bara nokkrir dagar í heimkomu svo maður lifir af :) Fyndið hvað maður fær alltaf mikla heimþrá við að kveðja gesti.

 

 

Seinasta skólavika var mjög stutt, 3 dagar til að vera nákvæmari útaf Þakkargjarðarhátíðinni! Þessir dagar voru fljótir að líða og það var kominn fimmtudagur áður en við vissum af :) Við fórum rétt fyrir utan Boston, heim til Christinu vinkonu minnar til að borða þann daginn. Það var ekkert nema æðislegt!

IMAG1877 

18 punda (rúmlega 8 kg)  kalkúnn, tvennskonar fyllingar, kartöflumús, sætar kartöflur, stappaðar gulrætur, hrikalega gott brauð, hummus og bara you name it. Það er ekkert grín en það sást ekki högg á vatni þegar við vorum öll orðin pakksödd.

IMAG1886 

En það þýddi ekkert að láta þar við liggja því þá átti eftir að leggja eftirréttinn á borðið og ekki var það nú af verri endanum. Fjórar gerðir af bökum, pumpkin, eppla, pecan og sykurpúða pie!! Mmmm :) Við fórum öll södd og hrikalega sæl heim.

IMAG1890

Þegar þar var komið lögðum við okkur í 3 tíma en að þeim lúr loknum var kominn Black Friday og ekki ætluðum við að missa af því! Við Natasha vorum komnar kl 3:45 fyrir utan Urban Outfitters sem opnaði kl 4. Forever 21 opnaði svo kl 5 og H&M kl 6, algjörlega perfect :)

 

Þetta allt var ofboðslega skemmtileg upplifun. Thanksgiving var bara akkúrat eins og ég hafði ímyndað mér, bilæðislega mikill matur, yndislegt fólk og amerískur fótbolti í sjónvarpinu. Leið bara eins og ég væri í Friends :P verslunarleiðangurinn var svo líka hrikalega skemmtilegur og ótrúlega fyndið að þegar við vorum á leiðinni heim með pokana þá var klukkan ekki nema 7:45. 

Ég svaf eiginlega allan laugardaginn því ég var alveg ferlega þreytt, ekkert að því svo sem :) Um kvöldið fórum við Harrison í Whole Foods og keyptum í matinn því að matsalurinn var lokaður alla helgina. Elduðum hakk og spagettí sem var bara ofboðslega gott þótt ég segi sjálf frá :P Borðuðum það svo uppá herbergi í góðra vina hópi :)

 IMAG1905 

Á sunnudaginn var ég hinsvegar dugleg, fór í ræktina, tók til í herberginu, kláraði heimavinnu og æfði mig aðeins. Leið mjög vel að hafa nýtt daginn vel.

 

Ég er núna búin að velja stundaskránna mína fyrir næstu önn og ég er alveg ferlega sátt!! Náði inn í alla tímana sem ég vildi komast í með rétta kennara og allt! Önnin mun samanstanda af

  • Tónheyrn 2
  • Tónfræði 2
  • Arranging 1 (aðallega verið að kenna nótnaskrift)
  • Jass píanó 1
  • Art history
  • Ensku tími sem kallast Explore Fiction, Poetry, Drama
  • Sami söngkennari
  • Sama samspil og ég er í núna Rock/pop, jazz and R&B með nýjum krökkum og nýjan kennara
Ég er alveg hrikalega sátt með hvernig þetta lítur ut eins og er. Mánudagarnir myndu byrja kl 10, þri, mið og föst kl 9 og fyrst tíminn á fimmtudögum yrði ekki fyrr en kl 18! :P
 
Það er rosalega mikið að gera næstu dagana, mörg verkefna skil, tónleikar fyrir samspilið mitt á fimmtudaginn og prófin svo að byrja í lok næstu viku. Þetta verður hörku strembnir dagar en ég hlakka bara svo til að vera búin að það heldur manni gangandi.

 
It's beginning to look a lot like Christmas ♥ 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

The Big City Life!

Höfundur

Inga María Hjartardóttir
Inga María Hjartardóttir

Tvítug Skagastelpa búsett í Boston

http://www.gofundme.com/icelandersdream

Instagram

 

https://www.facebook.com/pages/JINKS/1589805677910069?ref=hl

https://www.facebook.com/ingamariamusic

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 10958948 10204508160438789 1484180612164671503 n
  • 10292452 10205212350724180 4114475717200765479 n
  • 10262108 10205254374814756 5443135461524799509 n
  • 10920901 10205254376534799 5476972113740283482 n
  • 10410312 10205254381334919 2096869922838297616 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband